Síða 1 af 1
Hulstur fyrir síma. Tollflokkur ?
Sent: Mán 09. Nóv 2015 14:30
af svavaroe
Góðan dag.
Hefur einhver verslað sér símahulstur, t.d. iPhone hulstur af netinu, t.d. frá USA ?
Er að velta fyrir mér hvaða fáranlega tollflokk Íslenski tollurinn flokkar t.d. Silcon hulstur eða whatnot.
Takk fyrir.
Re: Hulstur fyrir síma. Tollflokkur ?
Sent: Mán 09. Nóv 2015 17:05
af hagur
Ég hef oftast fengið svona smádrasl bara í umslagi beint í lúguna hjá mér, þ.e toll og VSK frjálst.
Held það fari bara svolítið eftir því hversu vel viðkomandi tollari svaf nóttina áður.
Re: Hulstur fyrir síma. Tollflokkur ?
Sent: Mán 09. Nóv 2015 17:08
af dori
Ef þetta fer í gegnum tollmiðlun póstsins þá eru svona 90% líkur á að þetta sé "Bómull".
Re: Hulstur fyrir síma. Tollflokkur ?
Sent: Mán 09. Nóv 2015 20:42
af svavaroe
NKL.
Þarf að taka þetta í gegnum shopusa þar sem þetta er ekki sent til íslands. Ákvað að double checkja ef einhverjir hefðu reynslu.
Re: Hulstur fyrir síma. Tollflokkur ?
Sent: Mán 09. Nóv 2015 22:45
af Oak
Er þetta þá ekki orðið dýrara en að kaupa þetta hérna heima?
Er þetta eitthvað spec hulstur?
Er það ekki til á ebay eða einhverjum stað frá kína?
Re: Hulstur fyrir síma. Tollflokkur ?
Sent: Þri 10. Nóv 2015 09:13
af svavaroe
Þetta er orðið helvíti dýrt að mér finnst.
Nei, þetta er ekki til á landinu. Hulstrið kostar um $30 og svo er ekki sent til landsins.