Síða 1 af 1
Grænir símar - Reynsla
Sent: Lau 03. Okt 2015 11:04
af Leviathan
Einhver sem hefur verslað síma þarna? Er þetta þess virði að skoða?
Re: Grænir símar - Reynsla
Sent: Mán 05. Okt 2015 09:54
af JODA
Fór þarna með síma í viðgerð
Þetta tók margar vikur og kostaði 11.000
Síminn kom alveg jafn bilaður til baka.
Fer aldrei þarna aftur
Re: Grænir símar - Reynsla
Sent: Mán 05. Okt 2015 10:14
af lukkuláki
Hef heyrt um fólk sem keypti síma þarna og hann bilaði fljótlega, fengu svo annan og annan og hættu svo að nenna þessu rugli
Re: Grænir símar - Reynsla
Sent: Mán 05. Okt 2015 22:08
af rapport
Ég hef fengið þá til að skipta um gler x2 á síma(S3) og var það gert innan 24 klst. bæði skiptin, keypti S2+ hjá þeim fyrir mig sem dóttirin er með núna og S2 fyrir Pabba, báðir þrusu fínir.
Dóttir nágrannans keypti sinn S3 þarna eftir að ég vísaði þiem á staðinn, allt gengið vel hjá henni nema að hleðslutækið sem fylgdi virkaði ekki fullkomlega.
Skil alveg þetta saceptisism en þetta er markaður sem mætti vaxa hérna heima, að koma notuðum tækjum í verð.