Síða 1 af 1

Microsoft Surface Pro 3 og Surface 3 komnar í Elko og Opin Kerfi

Sent: Fim 01. Okt 2015 17:02
af Skuggasveinn
Mikið gleðiefni að Microsoft Surface Pro 3 og Surface 3 komnar í Elko og Opin Kerfi en mér finnst þessi tímasetning frekar undarleg í ljósi þess að Microsoft kemur væntanlega til með að tilkynna Surface Pro 4 eftir nokkra daga. Hvernig stendur á þessu?
Hvað sem því líður er allavega núna Surface 3 fáanleg á landinu og Surface Pro 3 á aðeins betra verði.

Re: Microsoft Surface Pro 3 og Surface 3 komnar í Elko og Opin Kerfi

Sent: Fim 01. Okt 2015 17:25
af capteinninn
Alger steypa umhugsunin um Surface spjaldtölvurnar hjá Microsoft á Íslandi eða Opnum Kerfum hvor sem það er sem sér um þær.

Með smá markaðsetningu væri auðveldlega hægt að gera þetta með mest seldu spjaldtölvum á Íslandi.

Gætir selt fyrirtækjum þetta í hrúgum í staðinn fyrir Thinkpad tölvurnar, eldra fólk sem vantar spjaldtölvur en vill geta skrifað með lyklaborði á þægilegan hátt (með lyklaborðscoverinu) osfrv.

Re: Microsoft Surface Pro 3 og Surface 3 komnar í Elko og Opin Kerfi

Sent: Fim 01. Okt 2015 17:51
af Crush1234
Hef alltaf verið að reyna að finna fullkomnustu Windows Spjaldtölvuna og hún er hreinlega ekki til, næst sem ég hef komist er Surface og Asus T300 Chi og þær eru með sína eigin galla og kosti