Síða 1 af 1
Verðhugmynd fyrir þessa vél ?
Sent: Sun 12. Des 2004 14:00
af Catherdal
Ég hef verið a leita mér að laptop á netinu og fann einn alveg nettan lappa sem að ég er svona að pæla, hvað þið munduð halda að hann mundi kosta hérna á Íslandi.
3,2ghz, venjulegur örgjörvi, ekki lappa örri
512 ddr2 533mhz
100gb hdd space
gf 6800 Pci express dótið
16 tommu skjár
Mér líst alveg helvíti vel á þennan grip, gæti þá bara líka selt borðtölvuna mina og notað þessa bara og skjáinn.
Er þetta ekki bara það allra öflugasta í laptopum ?
Sent: Sun 12. Des 2004 14:13
af MezzUp
Alltof mikið.............
Ertu að leita að svona vél í alvöru eða ertu bara að láta þig dreyma? Ég hugsa að rafhlöðuendingin sé allavega ekki góð á þessari. Borgi sig kannski að uppfæra borðtölvuna frekar og kaupa ódýrari Centrino lappa?
Sent: Sun 12. Des 2004 14:14
af hahallur
er nokkuð til af þessu í lap-a nema 100gb diskur
Sent: Sun 12. Des 2004 14:32
af MezzUp
Veitekki, en hann segist hafa fundið hana á netinu. Kannski að koma með link?
Sent: Sun 12. Des 2004 17:59
af CendenZ
ég myndi aldrei kaupa mér laptop sem væri þyngri en 3 kg.
maður hugsar "..æi, það skiptir engu þótt hann sé 6-8kg"
en veistu, það skiptir svo rosalegu máli ....
Sent: Sun 19. Des 2004 12:40
af Catherdal
Sent: Sun 19. Des 2004 13:42
af ErectuZ
Ég skil ekki hvað fólki finnst svona flott við Alienware
Það er bara smá yfirklukk og Tweak sem maður sjálfur getur gert. Plús það að Alienware tölvur eru rándýrar!
Sent: Sun 19. Des 2004 19:13
af hahallur
Alien Ware eru ekki dýrar.
Tölva með sömu spec-a á íslandi væri mun dýrari.
Sent: Sun 19. Des 2004 19:23
af CendenZ
hahallur skrifaði:Alien Ware eru ekki dýrar.
Tölva með sömu spec-a á íslandi væri mun dýrari.
hvað meinaru ? ? ?
Tölva með sömu spec, bara Dell eða HP væri ekki dýrari í USA.
benda ykkur á, að dýrasta vél sem fæst hjá dell kostar um 3200 dollara, en slík vél er á um 540 úr EJS.
þú skalt ekki vera bera saman verð í usa við verð á íslandi, hvað þá á þennan hátt.
Sent: Sun 19. Des 2004 20:20
af SolidFeather
Mér finnst AlienWare tölvurnar vera mjög praktískar og smart. Brilljant hönnun.
Sent: Mið 29. Des 2004 16:36
af Sveinn
Jamm persónulega finnts mér alienware geðveikar