Síða 1 af 1

Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Mán 31. Ágú 2015 12:32
af capteinninn
Er að skoða þessar Surface 3 tölvur og var að spá hvort væri hægt að kaupa einhversstaðar á Íslandi basic útgáfuna ss ekki Surface 3 Pro.

Finn hana ekki hjá Advania eða Tölvutek.

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Mán 31. Ágú 2015 19:47
af BugsyB
hvað með nyherja

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Mán 31. Ágú 2015 22:22
af capteinninn
BugsyB skrifaði:hvað með nyherja


Nope þeir selja þetta heldur ekki.

Sýnist þetta bara ekki vera til á landinu sem mér þykir frekar slappt miðað við hvað það eru til gífurlega margar mismunandi tegundir af spjaldtölvum í verslunum.

Held við endum bara á iPad Air í staðinn.

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Mán 31. Ágú 2015 23:56
af akarnid
Tölvutek eru að selja þetta:

https://tolvutek.is/leita/surface

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Mán 31. Ágú 2015 23:59
af HalistaX
akarnid skrifaði:Tölvutek eru að selja þetta:

https://tolvutek.is/leita/surface

Hann er að leita að non-pro útgáfuni.

EDIT: Google leitin 'Surface site:is' skilaði bara Pro útgáfuni.

Svo er þessi þráður viewtopic.php?t=65492

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Þri 01. Sep 2015 15:57
af Swooper
Gætir prófað að spyrja í Advania og Tölvutek hvort þeir væru til í að panta svona eintak fyrir þig.

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Þri 01. Sep 2015 16:16
af capteinninn
Swooper skrifaði:Gætir prófað að spyrja í Advania og Tölvutek hvort þeir væru til í að panta svona eintak fyrir þig.


Ja þetta átti að vera afmælisgjöf sem við ætluðum að gefa í dag þannig að þetta er búið að falla í gegn.
Við ætlum að gefa honum bara iPad Air 2 í staðinn

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Þri 01. Sep 2015 16:33
af Swooper
Synd. Kaupið hana amk einhvers staðar þar sem hann getur skipt í Android spjaldtölvu frekar ef hann vill.

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Þri 01. Sep 2015 20:12
af Tiger
capteinninn skrifaði:
Swooper skrifaði:Gætir prófað að spyrja í Advania og Tölvutek hvort þeir væru til í að panta svona eintak fyrir þig.


Ja þetta átti að vera afmælisgjöf sem við ætluðum að gefa í dag þannig að þetta er búið að falla í gegn.
Við ætlum að gefa honum bara iPad Air 2 í staðinn


Lán í óláni :happy

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Mið 02. Sep 2015 00:29
af capteinninn
Tiger skrifaði:
capteinninn skrifaði:
Swooper skrifaði:Gætir prófað að spyrja í Advania og Tölvutek hvort þeir væru til í að panta svona eintak fyrir þig.


Ja þetta átti að vera afmælisgjöf sem við ætluðum að gefa í dag þannig að þetta er búið að falla í gegn.
Við ætlum að gefa honum bara iPad Air 2 í staðinn


Lán í óláni :happy


Haha já hann er búinn að eiga 2 iPada en nýjasti týndist hjá honum í útlöndum núna um daginn þessvegna var ég að spá að láta hann prófa Surface til að sjá hvort hann fílar það, hann er reyndar svakalegur "gikkur" með svona græjur og það var alveg líklegt að hann myndi ekki fíla Surface því hann er vanur iPad.

Re: Hvar getur maður keypt Surface

Sent: Mið 02. Sep 2015 13:58
af pegasus
Sem spjaldtölva er iPad betri en Surface 3. Ég keypti mér S3+lyklaborð í útlöndum í sumar og nota hana sem hybrid af spjaldtölvu og fartölvu.