Síða 1 af 1

Tölvukaup í Usa

Sent: Þri 07. Des 2004 21:24
af Kassagítar
Þannig er mál með vexti að brósi er að fara til New York 16.des og ætla ég að láta hann kippa einum lappa með sér til baka. Ég veit allveg 0 um þetta og leita því til ykkar :P
Ætla að eyða ca 2000-2700$ ( 125.000 - 170.000i.kr ).
Er að leita af lappa með góðan skjá og upplausn, batteríð verðu að endast einhvað ( Centrion M ? ) og gott skjákort. Endilega komið með einhvern comment.
Já þær síður sem ég hef fundið af búðum sem eru í NYC eru: compusa.com , sears.com , jr.com , bestbuy.com og circuitcity.com ef einvherjir hafa áhuga á að kíkja :)
Já eitt en þarf maður ekki að skipta um straumbreytir og einhvað, og hvernig er með lyklaborðið ?

Sent: Þri 07. Des 2004 21:26
af hahallur
þú ættir að fá HUGE lappa ú USA fyrir 2700 dollara.

Sent: Þri 07. Des 2004 21:43
af ParaNoiD
best er fyrir þig að kaupa eitthvað sem er verið að selja hérna heima þannig að það ætti að vera auðvelt að fá nýjann straumbreyti og jafnvel láta skipta um lyklaborð.
annars eru það bara límmiðar.

annars já Pentium M dothan er málið

þessi er td. GEGGJAÐUR !!!! http://www.compusa.com/products/product_info.asp?product_code=314467&pfp=BROWSE

Sent: Mið 08. Des 2004 00:17
af MezzUp

Shit, crazy spekkar fyrir drullufínt verð, en merkið er ekki meira en svona 'lala' eða hvað?

Sent: Mið 08. Des 2004 00:51
af Kassagítar
humm er að spá í að panta á Dell.com bara. En vitiði nokkuð hvort þeir vilji senda á hótel ?

Sent: Mið 08. Des 2004 08:56
af einarsig
þeir senda ekki á hótel.... :(

annars verðuru að passa á að t.d þessi vél sem var verið að benda á kostar 2,899.99 án vsk hjá þeim.... þannig að það á eftir að bætast e-ð við þetta..... þú hefur ekki kost á að fá mail inrebate þar sem þú ert ekki með skráð heimilisfang í bandaríkjunum og munt því ábyggilega þurfa borga yfir 3k fyrir þessa vél.

Was: $2,899.99
$2,549.99
SAVE $350 after:
$200.00 instant rebate(s)
$150.00 mail-in rebate(s)

Sent: Mið 08. Des 2004 09:53
af ParaNoiD
MezzUp skrifaði:

Shit, crazy spekkar fyrir drullufínt verð, en merkið er ekki meira en svona 'lala' eða hvað?


án þess að hafa neitt voðalega mikið vit á því þá skilst mér að þessar Sony VAIO vélar eigi að vera alveg snilldargóðar.

Sent: Mið 08. Des 2004 13:27
af goldfinger
Bara benda þér á að þessar USA netverslanir taka bara við pöntunum á kort sem eru skráð í US. Allavega þegar ég fæ mína fartölvu þá er það vinkona systur minnar sem býr þarna í USA og er íslensk en er Bandarískur ríkisborgari :wink:

En annars verður einhver seinkunn á því að ég fái mína þar sem að systir mín gleymdi að redda pöntun og því þegar hún var úti. En þegar vinkona hennar kemur 16. des þá munum við bara panta tölvuna og svo mun ég fá hana líklegast þá fljótlega á næsta ári því alltaf einhver á ferðinni til hennar í USA og þá myndi sá aðili bara taka tölvuna með sér á klakkann þegar sá einstaklingur færi heim.

Verður að skoða það vel, hvar sem þú ætlar að panta að gá hvort að fyrirtækið heimili að borga með korti sem er skráð á Íslandi. :wink:

Sent: Mið 08. Des 2004 13:41
af gumol
Er ekki oftast hægt að borga með paypal?

Sent: Mið 08. Des 2004 13:45
af goldfinger
ég er nú bara ekki alveg klár á því, en hvernig virkar þetta paypal ?

Sent: Mið 08. Des 2004 16:16
af Emizter
Ég gat pantað með íslensku kreditkorti á dell.com :)
ég búinn að gera það einu sinni.. eða ég er nýbúinn að því
og svo var stjúpi minn búinn að gera það tvisar sinnum áður.

Sent: Lau 11. Des 2004 23:25
af w.rooney
Kassagítar skrifaði:Já eitt en þarf maður ekki að skipta um straumbreytir


Las reyndar i einhverju tölvublaði eða bók eða whatever fyrir ca ári síðan að lappar síðan 2000 væru með sjálf adaptandi straumbreyti og væri hægt að tengja þá hvar sem í heiminum.. en sel það ekki dýrara en ég keypti það á !

Sent: Sun 12. Des 2004 00:08
af ParaNoiD
hugsa að það sé jafn misjafnt eins og þeir eru margir ... ég myndi allaveganna ekki treysta á það.

Sent: Lau 12. Feb 2005 03:46
af vidarot
Það er ástæða fyrir að þetta heitir straumbreytir.. þeir taka (flestir) 100-240V og USA er með 110V og Ísland 240V þannig að þeir virka á báðum stöðum. Ég Bý eins og er í USA og er búinn að kaupa fjórar fartölvur hérna. Þær hafa allar verið með þessum straumbreytum en ég vil þó ekki alhæfa að allar gerðir virki heima. Þær síður sem ég hef verslað við taka einungis kort gefin út í USA og senda ekki í poBox.

Dell eða Gateway

Sent: Þri 08. Mar 2005 17:50
af poindexter
Er að spá í fartölvu og tvennt kemur til greina. Var að spá hvort þið snillingarnir sem hafið ekkert betra að gera en lesa reviews alla daga getið ráðlagt mér:

Ég er hrifnastur af Dell (stórt traust merki, góð þjónusta) t.d.

Inspiron 9300
Intel® Pentium® M 730 Processor (1.60GHz/533MHz FSB)
17 inch UltraSharp™ Wide Screen UXGA Display
1GB Dual Channel DDR2 SDRAM at 533MHz 2 Dimm
60GB 7200rpm Hard Drive
8x CD/DVD burner (DVD+/-RW)
256MB NVIDA GeForce Go 6800

kostar ca 140 þús á dell.com. hefur einhver reynslu af þessum vélum? Er þetta skjákort algert drasl eða er kanski 128 Mb ATI Mobility Radeon X300 nóg? Reikna með að keyra teikniforrit á henni, samt ekkert heví 3D-hell, hugsanlega eihverja leiki.

Eruð þið 100% á að dell.com sendi ekki á hótel í usa?

Vinur minn er að fara til USA í vikunni og kemur við í bestbuy, gæti kippt fartölvu með, t.d:

http://www.bestbuy.com/site/olspage.jsp ... 9386075236

http://www.gateway.com/home/products/re ... 22gx.shtml

sem mér sýnist vera þokkalegur kostur hjá þeim og er ekki uppseld, kostar ca 90 þús.
Hún er með

AMD Athlon™ 64-bit 3400+ Mobile Processor
Operates at 2.2GHz
1MB L2 Cache
HyperTransport™ technology up to 1600MHz

Hefur einhver reynslu af þessum örgörfa eða þessum vélum? er 64 mb ATI Mobility RADEON skjákort allt of lítið? Gateway virðist vera frekar stórt merki úti. Það er enginn með umboð fyrir Gateway á Íslandi en er einhver sem reddar málunum ef eitthvað bilar án þess að maður þurfi að senda hana út og borga það sama og fyrir nýja vél???

Sent: Þri 08. Mar 2005 22:03
af gnarr
já.. GeForce 6800 serían er einmit þekt fyrir að vera algert drasl :twisted:





nei.. þetta eru bestu fartölvu skjákortin á markaðnum.

Sent: Þri 08. Mar 2005 22:52
af vldimir
Reyndar eru 256mb X800 kortin að outperforma 256 GeForce kortin í ferðatölvum. En þessi kort eru oftast ekki notuð nema ferðatölvum í stærri kantinum.

Bestu "mobile" skjákortin núna eru x700 128mb kortin, allavega samkv. reviews.

Og þegar ég tala um mobile þá er ég að tala um skjákort í ferðatölvum sem hægt er að halda á og nota í skólanum ;)

Sent: Þri 08. Mar 2005 23:19
af goldfinger
poindexter:

Kaupa PC Tölvu ?

Sent: Mið 09. Mar 2005 12:50
af vldimir
Margir sem vilja frekar hafa bara ferðatölvu sem er jafngóð og PC tölva. Ferðatölvurnar núna eru orðnar svo feiki öflugar að þær jafnast alveg á við "betri" PC tölvurnar..

Sent: Mið 09. Mar 2005 14:12
af einarsig
jaa myndi ekki segja að þær jafnist á við öflugar pc vélar ... minnir að ég hafi séð grein á anandtech.com eða tomshardware þar sem þeir benchmörkuðu lappa með geggjaða specca og öll með 6800 go kortum .... og þeir vorum að skora um 3500 stig í 3dmark05.

Sent: Mið 09. Mar 2005 16:30
af vldimir
Var að fara gegnum nokkur forum og mjög góðar ferðatölvur eru alveg að fá yfir 4300 í 05.. Með Radeon X800 256mb, GeForce 6800 eru að fá um 3500..

Vélar með öðruhvoru skjákortinu, 3.0-3.6ghz, 1-2gb ram.. Er meira en nóg til að ráða tiltölulega vel við flest sem fólk er að gera í dag í vélunum sínum.

En ferðatölvur verða sennilega aldrei jafn góðar og bestu pc tölvurnar.. þess vegna sagði ég "betri" pc tölvurnar þar sem svona ferðatölva er alveg að scora svipað og ágætustu PC tölvur.

Sent: Mið 09. Mar 2005 17:48
af Daz
vldimir skrifaði:Margir sem vilja frekar hafa bara ferðatölvu sem er jafngóð og PC tölva. Ferðatölvurnar núna eru orðnar svo feiki öflugar að þær jafnast alveg á við "betri" PC tölvurnar..

Fyrir svipaðann pening og þú færð "öfluga" fartölvu á, geturðu keypt þér öfluga leikjavél (nú eða bara PS2 eða eitthvað í þeim dúr) og ódýra fartölvu sem uppfyllir engu að síður allar þær kröfur sem flestir gera til fartölva.
Ég er mikið fyrir að reyna að hjálpa fólki til að spara peninga, enda er tölvubúnaður almennt dýr.

Sent: Mið 09. Mar 2005 18:41
af vldimir
Ahm mikið rétt Daz, en sumir eru kannski að leita eftir tölvu sem er mun auðveldara að færa á milli staða en venjulegu PC tölvurnar.. Veit ekki..

Þótt það séu til alveg massa öflugar ferðatölvur með 17" skjám og öllu þá finnst mér samt alltaf þægilegra að vera með venjulegar PC tölvur þótt þær séu ekki alveg jafn portable.

Sent: Mið 09. Mar 2005 19:10
af goldfinger
turnkassi + LCD Skjár, ekki mikið mál að færa til :o

Sent: Mið 09. Mar 2005 19:40
af vldimir
Jám, núna eru LCD skjáirnir orðnir svo góðir að ekkert mál að nota þá í leikjum, og nettu shuttle kassarnir sem eru alveg massívir fyrir leiki og mjög nettir..

Næsta rigg sem ég fæ mér verður sennilega gott shuttle rig og góður LCD skjár.