Síða 1 af 1
Samsung Fartölva með vesen !
Sent: Sun 14. Jún 2015 15:43
af mundivalur
Sælir ég er með nokkra ára Samsung fartölvu og hún var að byrja með einhverja skrýtna bilun , ss. tölvan drepur alltaf á sér mjög snemma í booti , ég hélt að það væri diskurinn en ef ég ætla að formata þá gerist eiginlega samihluturinn ,hún nær að loada inn nýju win svo restartar hún og diskurinn tekur við að loada þá gerist sami hlutur drepur á sér enda laust ! eina sem mér dettur í hug er að hún of hittni eða straumbreytirinn orðinn lélegur.
Að vísu prófaði ég annan disk með Win 7 og þá fór hún í gang ! þannig ég er ekki að skilja útaf hverju ný uppsetning/format virkar ekki haha
Re: Samsung Fartölva með vesen !
Sent: Sun 14. Jún 2015 16:40
af KermitTheFrog
Afhverju ertu búinn að afskrifa það að diskurinn sé bilaður? Það að formata diskinn hefur ekkert að segja ef það er bilun í honum.
Ef tölvan virkar ekki með þessum disk, en virkar eðlilega með nýjum disk, þá eru allar líkur á að diskurinn sé bilaður. Getur testað hann með hugbúnaði frá framleiðanda (SeaTools etc.).
Re: Samsung Fartölva með vesen !
Sent: Sun 14. Jún 2015 17:22
af mundivalur
Ég er búinn að prufa fleiri diska og annar þeirra var með win 7 þannig að ég notaði hann og ætlaði að formata of setja win 10 en núna er hann kominn með sama vesen og fyrri diskur og bæði búinn að reyna format með win 7 og 10, ss. í heild er ég búinn að prufa 2x ssd og einn hdd alltaf sama
Re: Samsung Fartölva með vesen !
Sent: Sun 14. Jún 2015 22:01
af brain
Til að útiloka straumbreyti, prófaðu að keyra á rafhlöðu einni saman.
Re: Samsung Fartölva með vesen !
Sent: Sun 14. Jún 2015 23:28
af atlithor
Eru vifturnar i henni haværar eða fara kannski snemma af stað um leið og þú kveikir á henni. Virðist sem að þetta se hitavandamál. Var með eina svona sem að kúnni kom með til min um daginn og hun hagaði ser allveg eins og þu ert að lýsa.
Athugaðu hvort að kæliplatan sem kemur við örgjörvann sé rétt sett á og með öllum skrifunum í. Mæli með að lata fagmann opna tölvuna.
Eg myndi segja þer að skipta um kælikrem lika i leiðinni
Re: Samsung Fartölva með vesen !
Sent: Mán 15. Jún 2015 19:56
af mundivalur
Líklega er þetta hitavesen útaf því að ég held að örgjörva viftan snúist ekki ég allarvegna heyri ekkert í henni, þá er best að uppfæra fyrir konuna !