Síða 1 af 1

.nomedia fælar búa sig til sjálfir

Sent: Sun 10. Maí 2015 22:14
af Chokotoff
Ég er að lenda í því trekk í trekk að .nomedia fælar birtist óumbeðnir í möppum hjá mér og er að verða soldið þreyttur á því að fara í gegnum tónlistarmöppuna hjá mér og eyða þeim út. Veit einhver hvort og þá hvernig ég get komið í veg fyrir að android ákveði fyrir mig hvar þessir fælar eru settir?

Er með android 4.4.2

Re: .nomedia fælar búa sig til sjálfir

Sent: Þri 12. Maí 2015 10:33
af Swooper
Af hverju viltu losna við þá? Google segir mér að þeir séu fyrir Android media scannerinn, og komi í veg fyrir óþarfa keyrslu á honum í tómum möppum.

Re: .nomedia fælar búa sig til sjálfir

Sent: Þri 12. Maí 2015 15:41
af nidur
Það er slæmt að fá .nomedia files í music möppuna þar sem þær eru ekki skannaðar.

Hef aldrei lent í þessu, hef hinsvegar þurft að búa til svona til að losna við t.d. video möppur úr Gallery

Re: .nomedia fælar búa sig til sjálfir

Sent: Þri 12. Maí 2015 19:42
af Chokotoff
Finnst fínt að hafa þá þar sem við á, en þegar þeir lenda í tónlistarmöppunum getur spilarinn ekki fundið músíkina...

Mér finnst eins og þetta gerist eftir endurræsingar á tækinu en þarf að prófa það frekar þar sem þeir birtast bara stundum og stundum ekki. Google finnur heldur ekkert fyrir mig nema hvernig á að búa þá til og nota þá.