Síða 1 af 1

hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 02:50
af jardel
Ég keypti snjallsíma úr ónafngreindri verslun hér á landi og það er komin gulur bruna blettur undir skjáinn vegna hita frá örgjörva.
Það er komið 1 og hálft ár síðan ég keypti síman fellur þá ekki ábyrgðin á mig?

Re: hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 02:58
af zedro
2 ára ábyrgð á raftækjum á Íslandi ;)

Re: hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 14:07
af bigggan
en það er 5 ára ábyrgð á framleiðslugallar á raftækjum, þau eiga eð endast lengur en 2 ár.

Re: hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 15:03
af KermitTheFrog
bigggan skrifaði:en það er 5 ára ábyrgð á framleiðslugallar á raftækjum, þau eiga eð endast lengur en 2 ár.


http://ns.is/is/content/fimm-%C3%A1ra-k ... 1ra-reglan

En hvað um tölvur? GSM-síma? Þvottavélar? Sófasett? Sjónvörp? Er hægt að koma með fjögurra ára gamla frystikistu til seljanda og halda því fram að bilun í henni sé tilkomin vegna galla? Ljóst er að þessu ákvæði er ætlað að ná yfir stærri raftæki og bíla, enda þá um að ræða hluti sem kaupandinn reiknar með að endist honum í lengri tíma.


Þarna sýnist mér þeir mjög óljóst segja að þetta nái ekki yfir minni raftæki eins og tölvur og síma. En ég hef ekki lesið þessi lög og ætla ekki að gefa mér tíma til þess.

En já, eftir eitt og hálft ár þá ætti síminn þó enn að vera í ábyrgð.

Re: hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 15:14
af Viktor
Minnir að það séu 2 ár á símum og 1 ár á rafhlöðu

Re: hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 15:28
af KermitTheFrog
Sallarólegur skrifaði:Minnir að það séu 2 ár á símum og 1 ár á rafhlöðu


Neytendastofa er ekki endilega sammála þér þarna. http://www.neytendastofa.is/um-okkur/ka ... fjar--og-/

Vissulega varða öll þessi deilumál fartölvur en ég efast ekki um að þeir séu á sama máli með farsíma.

Mál nr. 64/2013
Rafhlaða í fartölvu. Neytendakaup.
Álitsbeiðandi keypti fartölvu af seljanda í ágúst 2011. Í júní 2013 fór rafhlaða fartölvunnar að gefa sig og leitaði álitsbeiðandi til seljanda og krafðist þess að fá nýja rafhlöðu. Seljandi taldi að einungis væri árs ábyrgð á rafhlöðunni og væri því ekkert hægt að gera fyrir álitsbeiðanda. Áleit kærunefndin að um galla væri að ræða og bæri seljanda að afhenda álitsbeiðanda nýja rafhlöðu.


Mál nr. 109/2011
Rafhlaða í fartölvu. Neytendakaupalög.
Álitsbeiðandi keypti tölvu hjá seljanda í nóvember 2009. Í nóvember 2011 fór rafhlaða fartölvunnar að gefa sig og leitaði álitsbeiðandi til seljanda og krafðist þess að fá nýja rafhlöðu. Seljandi mótmælti kröfum álitsbeiðanda þar sem sérstaklega var auglýst 12 mánaða rafhlöðuábyrgð. Áleit kærunefndin að um galla væri að ræða og bæri seljanda að afhenda álitsbeiðanda nýja rafhlöðu.


Mál nr. 105/2011
Rafhlaða í fartölvu. Neytendakaupalög.
Álitsbeiðandi keypti tölvu hjá seljanda í janúar 2010. Í október 2011 fór rafhlaða fartölvunnar að gefa sig og leitaði álitsbeiðandi til seljanda og krafðist þess að fá nýja rafhlöðu. Seljandinn taldi að rafhlaðan ætti aðeins að endast í um 350 hleðslur eða 12 mánuði og féllst því ekki á kröfur álitsbeiðanda. Áleit kærunefndin að um galla væri að ræða og bæri seljanda að afhenda álitsbeiðanda nýja rafhlöðu.


Mál nr. 99/2011
Biluð rafhlaða í fartölvu. Neytendakaupalög.
Álitsbeiðandi keypti fartölvu af seljanda í janúar 2010. Í september 2011 fór rafhlaða fartölvunnar að gefa sig og leitaði álitsbeiðandi til seljanda og krafðist þess að fá nýja rafhlöðu. Seljandi taldi að einungis væri árs ábyrgð á rafhlöðunni og væri því ekkert hægt að gera fyrir álitsbeiðanda. Áleit kærunefndin að um galla væri að ræða og bæri seljanda að afhenda álitsbeiðanda nýja rafhlöðu.

Re: hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 16:26
af jardel
Ég þakka fyrir góð svör þetta ætti þá að sleppa þar sem ekki eru liðin 2 ár?

Re: hvað er ábyrgð lengi á símum á íslandi?

Sent: Lau 02. Maí 2015 19:00
af DJOli
Mér sýnist þú sleppa miðað við ofangreinda dóma. Þú veist að þú ert að vitna í Neytendalög (sem btw, eru fullgild lög) þegar þú ert að segja versluninni frá þessu.