Þunn lítil fartölva fyrir sub 130k


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Þunn lítil fartölva fyrir sub 130k

Pósturaf capteinninn » Fös 13. Mar 2015 02:30

Vantar fartölvu fyrir bara vefráp og eitthvað basic.

Valdi fyrir móður mína Lenovo Ideapad Ultrabook sem var keypt í Tölvutækni fyrir stuttu síðan með i5 örgjörva og mjög þunn en í fyrsta lagi er hún ekki lengur til sölu og í öðru lagi vill ég helst ekki stunda viðskipti við Tölvutækni vegna viðskiptahátta þeirra.

Er einhver með góða tillögu að einhverri svona nettri skjákortslausri þunnri tölvu undir 130 þús?

Vill hafa SSD í henni þannig að ef það er ekki núþegar í henni vill ég geta haft helst inni í verðinu kaup á 256 SSD disk með í henni til að nota í staðinn fyrir þann sem er.

Er mjög hrifinn af Asus Zenbook UX305 en hún virðist ekki vera til sölu ennþá




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1350
Staða: Tengdur

Re: Þunn lítil fartölva fyrir sub 130k

Pósturaf Klemmi » Fös 13. Mar 2015 08:32

Ég held bara áfram að pimpa út þessum tölvum, því ég er svo ánægður með mína...

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 5,956.aspx

Reyndar 140þús en ekki 130þús, en ég elska mína. Rétt um 1kg á þyngd, ótrúlega flottur IPS skjár og mjög góð rafhlöðuending, svona um 6-8klst í raunverulegri notkun.




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þunn lítil fartölva fyrir sub 130k

Pósturaf Tesy » Fös 13. Mar 2015 20:24

capteinninn skrifaði:Er mjög hrifinn af Asus Zenbook UX305 en hún virðist ekki vera til sölu ennþá


http://tl.is/product/ux305fa-fb012p-fartolva-i7-ips
Hérna er tölvan sem þig langaði í. Einungis litlar 110 þúsund yfir budget!