Síða 1 af 1

Setja SSD SATA3 disk í Dell Inspirion 1525?

Sent: Mið 11. Mar 2015 15:52
af DoofuZ
Sælir, er með Dell Inspirion 1525 lappa sem þarf að skipta um disk í, mun SATA3 SSD alveg pottþétt virka eða mun ég kannski ekki geta fullnýtt hraðann á honum? Hvernig disk ætti ég að kaupa í þessa vél? Þarf ekki mikið pláss en væri til í að setja SSD í. Þarf að vita þetta helst sem fyrst 8-[

Re: Setja SSD SATA3 disk í Dell Inspirion 1525?

Sent: Mið 11. Mar 2015 15:58
af methylman
Ég er með SSD disk í dimension 630 frá Dell virkar fínt Insp. 1525 er nýrra model og tekur ábyggilega við þessu drifi hjá þér og hraðinn verður ánægjulega mikið breyttur ;-)

Re: Setja SSD SATA3 disk í Dell Inspirion 1525?

Sent: Mið 11. Mar 2015 16:12
af DoofuZ
Já en er SSD diskurinn þinn SATA 2 eða SATA 3 diskur?

Re: Setja SSD SATA3 disk í Dell Inspirion 1525?

Sent: Mið 11. Mar 2015 16:21
af darkppl
Sata er með backward compatability þannig ef tengið er sata 2 með sata 3 disk þá verður hraðinn bara minni.

Re: Re: Setja SSD SATA3 disk í Dell Inspirion 1525?

Sent: Mið 11. Mar 2015 16:26
af KermitTheFrog
darkppl skrifaði:Sata er með backward compatability þannig ef tengið er sata 2 með sata 3 disk þá verður hraðinn bara minni.


En þó hann sé minni þá ertu ekki að finna mikið fyrir því. Þó þú sért 14 sek að ræsa í staðinn fyrir 8 þá er average seek time að fara að batna mjög og það er eitthvað sem þú tekur eftir í almennri vinnslu.

Re: Setja SSD SATA3 disk í Dell Inspirion 1525?

Sent: Mið 11. Mar 2015 16:39
af DoofuZ
Okei :) Ég vissi reyndar að það væri backwards compatible og þannig en ég vildi bara fá það á hreint hvort og þá hve mikið af hraða færi til spillis með SATA 3. Held ég skelli mér þá bara á eitt stykki Mushkin Chronos G2 120 GB :megasmile

Re: Setja SSD SATA3 disk í Dell Inspirion 1525?

Sent: Mið 11. Mar 2015 16:40
af Hannesinn
SATA3 eða ekki, að setja SSD diska í svotil allar tölvur gefur þeim nýtt líf.