Síða 1 af 1

Pebble

Sent: Þri 10. Mar 2015 22:59
af Swooper
Sælir Vaktarar,
ég var að sjá Pebble Time Kickstarterinn, og finnst gífurlega freistandi að splæsa í eitt stykki Pebble Time Steel... Áður en ég spreða í þetta, hins vegar, ákvað ég að heyra í ykkur varðandi bæði gamla svarthvíta Pebble sem og önnur snjallúr. Svo, þið hérna sem eigið einhvers konar snjallúr, smá spurningalisti:
  • Er það Pebble eða einhver önnur gerð? Hvaða þá?
  • Hvað hefurðu átt það lengi?
  • Hvernig hefur það nýst þér? Var það peninganna virði? Ertu ánægð/ur með það?
  • Hvernig síma (og hvaða OS útgáfu) ertu að nota það með?
  • Eru einhverjir hnökrar á bluetooth tengingunni við símann eða appinu sem tengist úrinu?
  • Hversu oft þarftu að hlaða úrið?
  • Tekurðu eftir aukinni rafhlöðunotkun á símanum eftir að þú fékkst þér úrið?

Re: Pebble

Sent: Mið 11. Mar 2015 00:03
af GunZi
Er það Pebble eða einhver önnur gerð? Hvaða þá?
Ég er með fyrstu gerðina svartur litur

Hvað hefurðu átt það lengi?
Ca. 1 og hálft ár núna

Hvernig hefur það nýst þér? Var það peninganna virði? Ertu ánægð/ur með það?
Algjörlega peninganna virði, ég hef ekku mikið verið að nota úr, kannski fundist það óþægilegt. En þetta breytti öllu ég nota mitt daglega og batteríið er að endast í svona 5 daga ég veit hins vegar að steel úrið endist í 2-3 daga lengur.

Hvernig síma (og hvaða OS útgáfu) ertu að nota það með?
Ég nota iOS 8.2

Eru einhverjir hnökrar á bluetooth tengingunni við símann eða appinu sem tengist úrinu?
Ekki mikið vesen getur annars lagið verið lélegt að reconnecta og svoleiðis í gegnum appið þeirra en ekki eitthvað vesen að minni hálfu

Hversu oft þarftu að hlaða úrið?
Ca. 5 daga fresti, en ef þú ert með eiithvað animation á watchface'inu þá náttúrulega styttist tíminn í kannski 2-3 daga.

Tekurðu eftir aukinni rafhlöðunotkun á símanum eftir að þú fékkst þér úrið?
Nei, úrið styður nýjasta bluetooth sem notar mjög lítið rafmagn. Síminn minn iPhone 6+ er að endast í 2 daga. Úrið hefur nánast enginn áhrif á batteríið myndi ég segja.

Re: Pebble

Sent: Mið 11. Mar 2015 10:13
af Televisionary
Ég notaði fyrstu gerðina af Pebble í einhverja mánuði, seldi það svo hérna á vaktinni.

Ég notaði iOS og Android síma (iPhone 5 og Nexus5), iOS gaf mun betri upplifun heldur en Android. Tengingar áttu það til að verða frekar leiðinlegar í Android.

Þetta voru 5-6 dagar sem rafhlöðuendingin var og kosturinn er sá að það tekur mjög lítinn tíma að hlaða úrið þ.e.a.s ef maður er á ferðinni þá var auðvelt að stinga í samband og ná góðri hleðslu sem dugði út daginn.

Re: Pebble

Sent: Mið 11. Mar 2015 15:49
af Swooper
Televisionary skrifaði:Ég notaði fyrstu gerðina af Pebble í einhverja mánuði, seldi það svo hérna á vaktinni.

Af hverju seldirðu það? Fékkstu þér annað snjallúr í staðinn?

Re: Pebble

Sent: Mið 11. Mar 2015 21:57
af Televisionary
Sjálfsagt á ég eftir að kaupa annað úr en ætli það hafi ekki bara verið leti í mér að vilja ekki eiga það. Ég nenni ekki að hlaða eitt tæki í viðbót. Það er víst nóg af tækjum sem maður þarf að muna eftir að hlaða.

Swooper skrifaði:
Televisionary skrifaði:Ég notaði fyrstu gerðina af Pebble í einhverja mánuði, seldi það svo hérna á vaktinni.

Af hverju seldirðu það? Fékkstu þér annað snjallúr í staðinn?