Leið mín liggur til Japans í vor þar sem mig langar að kaupa mér macbook air. Þyrfti hinsvegar helst að selja mína til að eiga fyrir því. Hún er keypt seint árið 2011, er með örlítið cracked skjá, en það er í efra hægra horninu og smá niður hægri hliðina á skjánum, böggar mig allavega ekki mikið.
Svo spurningin mín er, er fólk eitthvað að kaupa svona tölvur? Sá fólk vera að selja á 100 þúsund á bland, en finnst það svolítið mikið. Myndi samt vilja amk 50 þúsund. Raunhæft? Á ég að gleymessu? Öll álit vel þegin!
[Ráðgjöf] Macbook Pro, late 2011, með brotinn skjá. Er einhver séns á að selja svoleiðis?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Þri 27. Jan 2015 15:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: [Ráðgjöf] Macbook Pro, late 2011, með brotinn skjá. Er einhver séns á að selja svoleiðis?
Settu inn upplýsingar um örgjörva, vinnsluminni, harðan disk, batterýsendingu og annað ástand á body og þá getum við gefið þér raunhæfari hugmyndir um fair prís.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Þri 27. Jan 2015 15:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: [Ráðgjöf] Macbook Pro, late 2011, með brotinn skjá. Er einhver séns á að selja svoleiðis?
2,4 GHz Intel Core i5
4 GB 1333 MHz DDR3
Intel HD Graphics 3000 384 MB
500 gb harður diskur, SATA
Hún er 13 tommu, batteríið endist í 5-6 tíma sirka.
4 GB 1333 MHz DDR3
Intel HD Graphics 3000 384 MB
500 gb harður diskur, SATA
Hún er 13 tommu, batteríið endist í 5-6 tíma sirka.
Re: [Ráðgjöf] Macbook Pro, late 2011, með brotinn skjá. Er einhver séns á að selja svoleiðis?
Það er verið að selja svipaðar tölvur (sumar með 8GB) með skjáinn í lagi fyrir 100-115K á blandinu.
Ef ég væri að leita mér að makka myndi ég persónulega ekki kaupa þína nema ég fengi hana á
100K mínus viðgerðakostnað á Íslandi mínus 20.000 auka af því ég nenni ekki að standa í því að fara með hana í viðgerð og það er nóg framboð af 2011 mökkum.
Ef ég væri að leita mér að makka myndi ég persónulega ekki kaupa þína nema ég fengi hana á
100K mínus viðgerðakostnað á Íslandi mínus 20.000 auka af því ég nenni ekki að standa í því að fara með hana í viðgerð og það er nóg framboð af 2011 mökkum.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: [Ráðgjöf] Macbook Pro, late 2011, með brotinn skjá. Er einhver séns á að selja svoleiðis?
Ef þú sættir þig við 50 geturðu ábyggilega fengið það fyrir hana og sennilega meira. Um að gera að reyna.
Re: [Ráðgjöf] Macbook Pro, late 2011, með brotinn skjá. Er einhver séns á að selja svoleiðis?
Ég held að það sé lítið mál að selja þessa tölvu en hún þyrfti eflaust að vera á góðu verði til að hún myndi fara (eins og linenoise bendir á þá nennir fólk ekki að standa í þessu fyrir smá sparnað ef framboð af þessum tölvum er gott).
Mér sýnist að skjárinn sjálfur sé ekki brotinn heldur bara glerið sem er fyrir framan. Ef það er tilfellið þá er hægt að fá nýtt gler fyrir um 3.000 - 3.500 kr hingað komið og það tekur innan við 1 klst að skipta um glerið. Ef skjárinn sjálfur er líka brotinn þá eru varahlutirnir (gler + LCD panell) kannski nær 15 þús hingað komið og tekur álíka tíma að laga þetta. Þannig að handlæginn einstaklingur getur eflaust nælt sér í góða tölvu og komið henni í stand með lítilli fyrirhöfn.
Skvisanloljk ef þig langar að fá sem mest fyrir hana þá myndi ég (í þínum sporum) freista þess að laga glerið og selja hana svo á 80-90 þús á bland.
Mér sýnist að skjárinn sjálfur sé ekki brotinn heldur bara glerið sem er fyrir framan. Ef það er tilfellið þá er hægt að fá nýtt gler fyrir um 3.000 - 3.500 kr hingað komið og það tekur innan við 1 klst að skipta um glerið. Ef skjárinn sjálfur er líka brotinn þá eru varahlutirnir (gler + LCD panell) kannski nær 15 þús hingað komið og tekur álíka tíma að laga þetta. Þannig að handlæginn einstaklingur getur eflaust nælt sér í góða tölvu og komið henni í stand með lítilli fyrirhöfn.
Skvisanloljk ef þig langar að fá sem mest fyrir hana þá myndi ég (í þínum sporum) freista þess að laga glerið og selja hana svo á 80-90 þús á bland.
common sense is not so common.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Þri 27. Jan 2015 15:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re:
KermitTheFrog skrifaði:Einhver braskari er eflaust til í að kaupa hana af þér. Hefurðu prófað að heyra í þessum sem eru í gangi á Facebook og bland?
Ertu að tala um Brask og brall? Eru einhverjar fleiri svoleiðis grúppur?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Þri 27. Jan 2015 15:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: [Ráðgjöf] Macbook Pro, late 2011, með brotinn skjá. Er einhver séns á að selja svoleiðis?
Gislinn skrifaði:Ég held að það sé lítið mál að selja þessa tölvu en hún þyrfti eflaust að vera á góðu verði til að hún myndi fara (eins og linenoise bendir á þá nennir fólk ekki að standa í þessu fyrir smá sparnað ef framboð af þessum tölvum er gott).
Mér sýnist að skjárinn sjálfur sé ekki brotinn heldur bara glerið sem er fyrir framan. Ef það er tilfellið þá er hægt að fá nýtt gler fyrir um 3.000 - 3.500 kr hingað komið og það tekur innan við 1 klst að skipta um glerið. Ef skjárinn sjálfur er líka brotinn þá eru varahlutirnir (gler + LCD panell) kannski nær 15 þús hingað komið og tekur álíka tíma að laga þetta. Þannig að handlæginn einstaklingur getur eflaust nælt sér í góða tölvu og komið henni í stand með lítilli fyrirhöfn.
Skvisanloljk ef þig langar að fá sem mest fyrir hana þá myndi ég (í þínum sporum) freista þess að laga glerið og selja hana svo á 80-90 þús á bland.
Snilld, takk kærlega fyrir þetta!
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Re:
Skvisanloljk skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Einhver braskari er eflaust til í að kaupa hana af þér. Hefurðu prófað að heyra í þessum sem eru í gangi á Facebook og bland?
Ertu að tala um Brask og brall? Eru einhverjar fleiri svoleiðis grúppur?
T.d. þessi: https://www.facebook.com/Tolvulif
Svo er einhverja að finna hér á bland: https://bland.is/classified/?categoryId=35&sub=1
Ég tek samt fram að ég hef enga reynslu af því að skipta við neinn af þessum aðilum. Hef bara oft rekist á þetta á netinu. Myndi taka öllum tilboðum frá svona aðilum með fyrirvara þar sem þeir eru allir að reyna að græða sem mest og undirbjóða því sennilega all hressilega. En sakar ekki að heyra í þeim.
En eins og hefur komið fram þá er líklega arðbærast að koma henni í stand og selja hana svo.