Síða 1 af 1

Snjalllyklar

Sent: Fim 08. Jan 2015 13:10
af depill
Æi datt í hug að setja þetta bara hér.

Ég hef átt sveitta drauma um það lengi að skipta cylenderinu út í húsinu mínu fyrir "smart" lykla. Finnst það alveg eðalsniðugt. Minna drasl sem ég þarf að muna eftir og ef maður vill hleypa einhverjum tímabundið inn er það ekkert vesen.

Er einhver með "snjall" cylender eða er að spá í þessu og getur gefið einhverjar upplýsingar ?

Re: Snjalllyklar

Sent: Fim 08. Jan 2015 14:19
af Tiger
Ég hef mikið spáð í þessu líka síðan þetta fór að birtast. En hef ekki enn farið í þetta, vildi að þetta þróaðist svolítið áður og sjá hvert þetta leiddi.

http://august.com er það sem ég hafði augastað á í upphafi, kannski komnir aðrir sem eru flottari og betri.

Re: Snjalllyklar

Sent: Fim 08. Jan 2015 15:04
af wicket
Hef lengi fylgst með svona tækjum, August er sérstaklega heillandi og er eitt af þessum tækjum sem alltaf kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um snjalltæki inn á heimilið. Ásamt kannski Nest.

Vandamálið við flest af þessum vörum sem þarf að koma fyrir er að þær virka ekki í Evrópu þar sem við notum aðra staðla en Kaninn. August t.d. virkar ekki á týpiskar Evrópskar Assa læsingar.

Re: Snjalllyklar

Sent: Fim 08. Jan 2015 20:25
af nidur
Áhugavert, hef verið að pæla í svona.

Hef samt mest skoðað Assa búnað
http://www.vv.is/Vorur/Hurdaoggluggabun ... angskerfi/

Assa Cliq (pdf) og Assa Aperio

ps. (prófið að vinstri smella og draga til vinstri á síðunni, spes)

Re: Snjalllyklar

Sent: Fim 08. Jan 2015 21:44
af GuðjónR
Ef einhver getur frætt þig um þetta þá er það klaufi.

Re: Snjalllyklar

Sent: Fim 08. Jan 2015 22:57
af bigggan
Yale Doorman er vinsælt, einfalt að smella það i og það bara virkar, og hægt að tengja það við sum þjófarvarna kerfi. En það er dýrt kostar kringum 100k hjá Bauhaus.