Síða 1 af 1

Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 16:46
af tanketom
Nú langar mig svolítið að fjárfesta í eina spjaldtölvu en ég hef nokkrar spurningar.

Þið sem eruð með 3g-4g á spjaltölvur ykkar, notið þið það mikið? er það þess virði að borga 15.000 kr aukalega?

Þið sem eigið spjaldtölvur einungis með wifi, finnst ykkur vanta 4g-3g? sjáið eftir því eða dugir þetta?

Það er alveg ótrúlega mikið úrval af þessum tölvum og ég fæ heldur betur valhvíða en ég held að ég hafi komist að niður stöðu. Ég hugsaði mér að fara í Ipad en ég hef nánast enga þolimæði til að læra á nýtt kerfi þar sem ég er vel kunnugur android, ég ætlaði varla trúa því hvað þessi tölva vær létt og rosalegur skjár! Snildar stærð þar sem mér finnst ipad mini svo kubbaleg og ipad allt of stór, myndu þið mæla með einhverju öðru en?Samsung Galaxy Tab S

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 16:48
af capteinninn
Ég er með eina heima sem er bara wifi. Hefur dugað mér fínt en ég nota hana reyndar eiginlega bara heima sem fjarstýringu að sjónvarpi og í eitthvað smá vefráp og slíkt.

Mæli alveg með að hafa 3G á þeim ef þú ætlar að nota hana eitthvað úr húsi, auðvitað er alltaf hægt að búa til wifi hotspot með símanum en það getur verið leiðinlegt.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 17:06
af Tesy
Ég er bara með WIFI iPad Air heima, er alltaf með síma með mér þegar ég fer út þannig að ég nota hann bara. Síðan er líka hægt að nota hotspot. Finnst persónulega nóg að eiga WIFI spjaldtölvu en það eru auðvitað margir sem eru ósammála mér.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 17:14
af AntiTrust
Ég er með 3G módel iPad og sé ekki eftir því að hafa eytt aðeins meira. Nota þetta í hvert einasta skipti sem ég fer út á land, uppí bústað, útileigu - you name it. Þetta er algjört nice-to-have en þess virði fyrir mér.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 17:17
af hfwf
Sjálfsagt geturu fengið þér wifi pad og 4g hnetu sem ég held að sé betra í heild litið, en voða þæginlegt að hafa þetta allt í einum pakka, en með hnetunni er meira innifalið. My 2 cents.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 17:38
af tanketom
hfwf skrifaði:Sjálfsagt geturu fengið þér wifi pad og 4g hnetu sem ég held að sé betra í heild litið, en voða þæginlegt að hafa þetta allt í einum pakka, en með hnetunni er meira innifalið. My 2 cents.


já hugsaði það een þá ertu að borga aukalega 11þ kr fyrir hnetuna + gb(niðurhal) og auka vesen :svekktur ég hugsa að ég taki bara 4g modelið og kaupi kort hjá tal og borga 500kr á mánuði fyrir 10gb

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 18:54
af hkr
tanketom skrifaði:
hfwf skrifaði:Sjálfsagt geturu fengið þér wifi pad og 4g hnetu sem ég held að sé betra í heild litið, en voða þæginlegt að hafa þetta allt í einum pakka, en með hnetunni er meira innifalið. My 2 cents.


já hugsaði það een þá ertu að borga aukalega 11þ kr fyrir hnetuna + gb(niðurhal) og auka vesen :svekktur ég hugsa að ég taki bara 4g modelið og kaupi kort hjá tal og borga 500kr á mánuði fyrir 10gb


Eða bara að nota símann þinn sem wifi hotspot.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fim 27. Nóv 2014 19:27
af Swooper
Ég nota spjaldtölvuna mína eiginlega aldrei í aðstæðum þar sem ég hef ekki aðgang að wifi, og í þeim aðstæðum hef ég símann minn og er alveg sama, svo... nei, ég myndi ekki segja að 3G/4G á spjaldtölvu sé 15k virði í mínu tilfelli, en YMMV.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fös 28. Nóv 2014 00:25
af Framed
Ég keypti mér Samsung Galaxy Note Pro 4G í haust. Tók 4G útgáfuna nánast eingöngu til að fá hraðari CPU. Þar sem ég keypti hana á léttkaupum þá munaði það mig svo sáralitlu í afborgunum að taka dýrari vélina. Minnir að munurinn hafi aðeins verið 700 kr. Ég er ekki viss um að ég hefði gert þetta ef ég hefði verið að staðgreiða hana.

Fékk mér gagnakort í hana og held að ég hafi kveikt á mobile data 5 sinnum á þremur mánuðum.
En á móti kemur að ég held einmitt að ég hafi aðeins 5 sinnum verið að nota hana í aðstæðum þar sem WiFi var ekki í boði.

Þannig að spurningunni um hvort þú eigir að fá þér 3/4G enabled spjaldtölvu getur í rauninni eingöngu þú svarað sjálfur. Sérðu fyrir þér að þú munir oft þurfa á þeim möguleika að halda? Ef ekki, og engir aðrir fídusar fylgja dýrari vélinni, þá er lítil ástæða til þess að eyða meira.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Fös 28. Nóv 2014 08:31
af audiophile
Wifi hefur dugað mér þar sem ég nota hana mest heima. Snjallsíminn dugar á ferðinni.

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Sun 30. Nóv 2014 02:30
af tanketom
Þakka ykkur fyrir svörin :japsmile Ég keypi samsung galaxy tab s wifi útgáfuna og já ég held að það hafi verið alveg rétt hjá ykkur, alveg óþarfi að eyða meiri pening fyrir svona litla viðbót sem enginn þörf er fyrir. Ég prófaði að nota síman(Lg G3) sem hotspot og fann ekki neinn hraða missir á netinu :happy mæli líka hiklaust með þessari spjaldtölvu!

Re: Spjaldtölvu eigendur(3g-4g-wifi)

Sent: Sun 30. Nóv 2014 10:15
af audiophile
Samsung Tab S er geggjuð. Til hamingju :)