Ég hef tekið eftir ýmsum hvimleiðum vandamálum á Nexusnum mínum sem mig grunar að séu öll tengd sömu orsök. Í fyrsta lagi fæ ég engin push notifications nema ég sé á wifi tengingu (og jafnvel þá virka þau ekki alltaf). Í öðru lagi synca engar google þjónustur (calendar, tasks, mail o.s.frv.) nema á wifi, og helst ekki nema ég geri það manually. Þriðja einkennið sem ég tek eftir er að ef ég opna notification skúffuna þá er iconið sem sýnir styrkinn á tengingunni alltaf appelsínugult í staðinn fyrir hvítt, nema þegar ég er á wifi. Ég tók ekki eftir hvenær þetta byrjaði hjá mér, en þetta var ekki alltaf svona eftir að ég fékk þennan síma.
Google segir mér að þetta séu talsvert algeng vandamál, ekki bara með Nexus 5 heldur fleiri Android síma. Því miður er fátt um gagnleg svör varðandi hvað er hægt að gera í þessu. Sumir hafa reportað að þetta sé út af röngum APN stillingum og lagist ef maður lagar þær, en ég fór yfir þær hjá mér og þær eru allar réttar. Sumir benda á einhver öpp til að laga þetta, sem ég prófaði en það breytti engu. Aðrir mæla með að maður factory resetti símann bara, en ég vil helst ekki fara í svo extreme aðgerðir - það myndi taka mig of langan tíma að setja hann aftur upp eins og ég vil hafa hann og ég nenni því ekki ef ég kemst hjá því. Ég er búinn að ráðfæra mig við Vodafone um þetta í netspjalli, en það kom ekkert út úr því, þau mæltu með að ég kæmi með símann til þeirra í verslunina og ég ætla að láta á það reyna á morgun líklega, ef ég hef tíma... en þangað til, kannast einhver við þetta vandamál? Hafið þið getað lagað þetta hjá ykkur? Hvað gerðuð þið til þess? Hvað dettur ykkur í hug að prófa?
Vandamál með push notifications, sync og fleira á 3G/4G
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Vandamál með push notifications, sync og fleira á 3G/4G
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1