Virkar þessi sími á 4G og 3G hér á íslandi? HTC ONE M8
Sent: Sun 23. Nóv 2014 16:43
af Audunsson
Langaði að spurja ykkur vaktaranna þar sem þið svarið flestu hvort að þessi sími hér
http://www.amazon.com/HTC-Android-Facto ... m8+red#Ask virki hér á íslandi á 4G og 3G og allt það. Ég veit að þeir senda ekki til Íslands en ég er á leið til USA í des og ætlaði að panta hann og láta senda þar sem ég verð.
Mbk
Re: Virkar þessi sími á 4G og 3G hér á íslandi? HTC ONE M8
Sent: Sun 23. Nóv 2014 17:13
af kizi86
miðað við upplýsingarnar frá síðunni þá á 3g að virka hjá öllum símafyrirtækjunum hér á íslandi, en 4g bara hjá Nova, þar sem nova notar 1800mhz tíðnisviðið fyrir 4g (band 3)
Re: Virkar þessi sími á 4G og 3G hér á íslandi? HTC ONE M8
Sent: Sun 23. Nóv 2014 17:14
af Audunsson
Veistu hvaða tíðni Vodafone og síminn eru á?
Re: Virkar þessi sími á 4G og 3G hér á íslandi? HTC ONE M8
Sent: Sun 23. Nóv 2014 17:24
af kizi86
http://www.pfs.is/fjarskipti/skraningar ... heimildir/ getur séð það hér, ég var greinilega að tala út um rassgatið á mér, siminn og vodafone eru með 4g tíðnir á 1800mhz skalanum líka
Re: Virkar þessi sími á 4G og 3G hér á íslandi? HTC ONE M8
Sent: Sun 23. Nóv 2014 17:44
af Viktor
kizi86 skrifaði:http://www.pfs.is/fjarskipti/skraningar-og-leyfi/fyrirtaeki-med-tidniheimildir/ getur séð það hér, ég var greinilega að tala út um rassgatið á mér, siminn og vodafone eru með 4g tíðnir á 1800mhz skalanum líka
Það að fyrirtæki hafi heimild þýðir ekki að þau séu byrjuð að nýta sér þá heimild
Þessum tíðnum voru öllum úthlutað á sama tíma.
Síðast þegar ég gáði eru Vodafone bara að nota 800Mhz 4G eins og er.