Síða 1 af 1

DIY eGPU - External desktop GPU fyrir fartölvu

Sent: Sun 16. Nóv 2014 03:13
af Framed
Eru einhverjir hérna sem hafa prufað að setja saman eGPU sem tengist við ExpressCard portið á fartölvunni?

Saman ber hérna og hérna

Sá að einn hérna reyndi að smíða þetta fyrir Macbook tölvuna sína en gekk ekki.

Er að íhuga að reyna við þetta á nýju ári en langaði heyra hvort einhverjir hérna hefðu reynt þetta og fá þá kannski íslenskar reynslusögur.

Svo væri mögulega gagnlegt að heyra frá einhverjum case moddurum með uppástungur, leiðbeiningar eða almennar pælingar varðandi DIY enclosure fyrir apparatið þegar að því kemur.