Að breyta hegðun á LED á Android síma
Sent: Þri 28. Okt 2014 17:49
Ég er með Nexus 5 sem er eins og flestir nýrri símar með litlu LED ljósi sem lýsir eða blikkar við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar lítið batterí er eftir, þegar það er ólesið notification á honum og þegar hann er í hleðslu. Þetta síðasta truflar mig, af því að á nóttunni hleð ég símann minn í dokku á náttborðinu og þá skín LED ljósið óþægilega bjart. Vitið þið um einhverja leið til að breyta stillingum tengdum LEDinu, þá sérstaklega að geta slökkt á því meðan síminn er að hlaðast? Ég er búinn að gúgla þetta aðeins og hef fundið Light Flow og Charging LED en hvorugt virðist geta gert það sem ég vil. Einhver með lausn á þessu?