Spjaldtölvur fyrir Börn


Höfundur
Hect00r
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 12. Ágú 2012 17:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf Hect00r » Fim 16. Okt 2014 11:30

Ég er að velta fyrir mér að kaupa spjaldtölvur fyrir börnin til að leika sér í lestrar og reiknileikjum....

er eittver með góða eða slæma reynslu af þessu ódýru spjaldtölvum?
hvað á maður að horfa í þegar maður er að versla svona ?

mig langar ekki að kaupa eitthvað drasl en á móti kemur að þetta er mjög lílegt til að lenda í tjóni þannig að maður tímir ekki heldur að kaupa eitthvað dýrt

vonandi er eitthver til í að æla úr viskubrunni sínum \:D/ :pjuke




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf AntiTrust » Fim 16. Okt 2014 11:40

Miðað við reynsluna hjá vinum og fjölskyldu á þessum ódýru (20-30þ) tablets, þá myndi ég miklu frekar mæla með gömlu/notuðu góðu tableti og góðu coveri. Hægt að fá iPad 1-2gen á lítinn pening t.d. og nóg til af coverum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf rapport » Fim 16. Okt 2014 12:28

Mínar þurftu að safna sér sjálfar fyrir þessu eftir að þær skemdu eina sem ég hafði keypt fyrir heimilið...

Ekki kaupa e-h of fancy fyrst, mæli með að þú kíkir á þau í Grænni framtíð og kaupir eina notaða fyrst.



Skjámynd

C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf C3PO » Fim 16. Okt 2014 14:03

Hect00r skrifaði:Ég er að velta fyrir mér að kaupa spjaldtölvur fyrir börnin til að leika sér í lestrar og reiknileikjum....

er eittver með góða eða slæma reynslu af þessu ódýru spjaldtölvum?
hvað á maður að horfa í þegar maður er að versla svona ?

mig langar ekki að kaupa eitthvað drasl en á móti kemur að þetta er mjög lílegt til að lenda í tjóni þannig að maður tímir ekki heldur að kaupa eitthvað dýrt

vonandi er eitthver til í að æla úr viskubrunni sínum \:D/ :pjuke


Myndi velja að kaupa Ipad1. Er með eina svona fyrir stubbin. Alveg ódrepandi tæki sem hægt er að fá ódýrt, notað í dag.


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf slapi » Fim 16. Okt 2014 14:09

Sammála með iPad hugmyndina , kaupa bara 1 eða 2. Batteríin virðast duga ednalaust í þessu helvíti og þetta eru hörkutæki fyrir peningin.



Skjámynd

sweeneythebarber
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Mán 07. Júl 2014 17:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf sweeneythebarber » Fim 16. Okt 2014 15:20

Myndi kaupa fyrstu kynslóð af ipad mini. Ios 8 er mjög fínt á þeim laggar ekki neitt. Það eina sem er að er að stundum í mjög þungum leikjum krassar leikurinn t.d. í real racing 3. En fyrir utan það er þetta snildar tæki. Ég persónulega myndi ekki kaupa 10-15 þúsund króna spjaldtölvur útfrá því að hafa heyrt um reynslu annara.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf Viktor » Fim 16. Okt 2014 15:47

Gamall notaður iPad - engin spurning.

Pad 1 32GB
Staður 110 Reykjavík Tegund Spjaldtölvur
Ástand Notað
Til sölu iPad 1 32GB í góðu standi

Verð kr.
20.000 kr.

https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolv ... b/2490367/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Atius
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Lau 15. Mar 2014 19:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf Atius » Fim 16. Okt 2014 20:30

Leap-pad er aðal barna spjaldtölvan, fjöldi leikja og forrita, tengjanleg á netið en kemst bara á vefsíður sem hafa verið sérstaklega samþykktar fyrir börn.



Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf kusi » Fim 16. Okt 2014 22:44

Ég er persónulega á þeirri skoðun að spjaldtölvunotkun barna undir því yfirskyni að það geri þau klár og tölvulæs sé á villigötum enda ali hún eingöngu á áunnum athyglisbresti og þjóni helst þeim tilgangi að fría foreldra frá því að sinna raunverulegu uppbyggilegu uppeldi og fræðslu til handa börnum sínum.

En, spjaldtölvur má nota til leikja líkt og aðrar leikjatölvur og eru svosem ekki verri en þær svo lengi sem maður viðurkenni að þetta eru fyrst og fremst leikföng.

Núna þegar ég er búinn að ranta, afsakið það, kemur það sem er on topic:

Varðandi iPad 1 þá virðist hann hæst ná upp í iOS 5.x en ýmsir leikir þurfa nýrra iOS og virka þar af leiðandi ekki á honum.
Annars myndi ég taka undir með þeim hér að ofan og segja að gamall iPad væri mun betri fjárfesting en einhver sérstök barna græja.

Eitt rant að lokum: loka fyrir aðgang að youtube og netinu fyrir börn sem hafa ekkert við það að gera eða fylgist með því hvað þau eru að gera!
Kallið mig tepru en mér finnst athugavert hversu þetta er vinsælt hjá ýmsum bekkjarfélögum sonar míns sem er í öðrum bekk. Suma þeirra má sjá leika þennan dans eftir hér úti við í hverfinu.
https://www.youtube.com/watch?v=wyx6JDQCslE



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf Viktor » Fös 17. Okt 2014 05:08

kusi skrifaði:Ég er persónulega á þeirri skoðun að spjaldtölvunotkun barna undir því yfirskyni að það geri þau klár og tölvulæs sé á villigötum enda ali hún eingöngu á áunnum athyglisbresti og þjóni helst þeim tilgangi að fría foreldra frá því að sinna raunverulegu uppbyggilegu uppeldi og fræðslu til handa börnum sínum.


Hefurðu heimildir fyrir þessum sleggjudómum?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf Hrotti » Fös 17. Okt 2014 09:42

Ég myndi hiklaust mæla með ipad mini sem er ekki retina. Hann er hræódýr en virkar mjög vel, talsvert betur en ipad 2 sem að ég var með á undan. Stærðin hentar krökkunum líka vel


Bætti við:


kusi skrifaði:Ég er persónulega á þeirri skoðun að spjaldtölvunotkun barna undir því yfirskyni að það geri þau klár og tölvulæs sé á villigötum enda ali hún eingöngu á áunnum athyglisbresti og þjóni helst þeim tilgangi að fría foreldra frá því að sinna raunverulegu uppbyggilegu uppeldi og fræðslu til handa börnum sínum.


Hugsanlega líkjast einhver fíknieinkenni athyglisbrest en áunninn athyglisbrestur er ekki til.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf AntiTrust » Fös 17. Okt 2014 10:17

kusi skrifaði:Ég er persónulega á þeirri skoðun að spjaldtölvunotkun barna undir því yfirskyni að það geri þau klár og tölvulæs sé á villigötum enda ali hún eingöngu á áunnum athyglisbresti og þjóni helst þeim tilgangi að fría foreldra frá því að sinna raunverulegu uppbyggilegu uppeldi og fræðslu til handa börnum sínum.


Þetta er nefnilega svo tvíeggjað sverð. Ég er að vissu leyti alveg sammála, ég held að raftækin séu alls ekki til þess gerð að auka einbeitingu hjá krökkum í dag, en að sama skapi held ég að krakkar verði að mörgu leyti útundan hvað varðar þekkingu og ákveðinn þroska ef þeir fá ekki að leika sér með þetta frá unga aldri. Að neita krökkum aðgang að tækjum er ekki lausnin finnst mér, heldur að aðgangsstýra rétt hvað varðar tíma og frelsi með tækin.



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvur fyrir Börn

Pósturaf Swooper » Fös 17. Okt 2014 14:32

Sallarólegur skrifaði:Gamall notaður iPad - engin spurning.

Pad 1 32GB
Staður 110 Reykjavík Tegund Spjaldtölvur
Ástand Notað
Til sölu iPad 1 32GB í góðu standi

Verð kr.
20.000 kr.

https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolv ... b/2490367/

Er hægt að fá 20-kall fyrir fyrstu kynslóðar iPad? Sjitt, ég þarf að hætta að láta minn rotna inní skáp og koma honum í verð! :lol:


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1