Síða 1 af 1

Nexus 6

Sent: Mið 15. Okt 2014 20:03
af Tesy
Jæja vaktarar, Google sýndi Nexus 6 í dag. Hvað finnst ykkur?

Mynd

Skjár: AMOLED 1440 x 2560 pixels, 5.96 inches (~493 ppi pixel density)
CPU: Qualcomm Snapdragon 805 Quad-core 2.7 GHz
GPU: Adreno 420
Storage: 32/64 GB
RAM: 3GB
Myndavél: 13 MP með OIS og 4K@30fps video
Stærð: 159.3 x 83 x 10.1 mm
Þyngd: 184 g
Made by: Motorola

Release date: Líklega í nóvember.

Re: Nexus 6

Sent: Mið 15. Okt 2014 20:11
af jojoharalds
mér list vel á þennan.

Re: Nexus 6

Sent: Mið 15. Okt 2014 21:24
af Tesy
jojoharalds skrifaði:mér list vel á þennan.


Beastly specs, en ég þoli ekki að allir nýir símar eru phablets í dag. Meira að segja iPhone..

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 03:37
af Swooper
Já, of stór fyrir minn smekk. Held mig við N5.

Edit: Samt ánægður með að Nexus línan lifir enn, þrátt fyrir sögusagnir um endalok hennar síðustu mánuði.

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 03:41
af Viktor
Allt of stór fyrir mig. Flottir speccar samt. Finnst sími ekki mega vera stærri en iPhone 5s :fly

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 10:34
af Jón Ragnar
Geðveikur

En hann er aðeins of stór held ég.

Langar samt í hann :guy

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 11:08
af SolidFeather
Líklegast of stór og of dýr ( $650), en það verður bara að koma í ljós.

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 11:28
af AntiTrust
Alltof dýr. Ekki endilega miðað við samkeppnina en það sem neytendur eiga eftir að sjá er þessi 90% hækkun á milli ára. Svo er hann of stór í þokkabót.

En tæki þennan líklega framyfir flestaðra Android síma, einfaldlega afþví að 4 og 5 hafa reynst svo vel.

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 11:56
af stefhauk
hef kunnað ágætlega við stærðir eins og galaxy s4 enn þetta er farið að verða alltof stórt ætli þetta muni stækka meira í framtíðinni :shock:

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 15:19
af Tesy
Ég væri sjálfur svooo til í síma sem er jafnstór og Nexus 5, tiny ramma, með stock android (L), Snapdragon 805, 3gb RAM. Vildi óska þess að þannig sími væri til í dag.

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 15:23
af jojoharalds
ég er en með optimus G ,einfaldlega þvi það er einn af fáum símum sem er með geðveika rafhlöðu ending,og hann er með flotta stærð.
(kitlar samt rosa mikið að fá mér LG G3 eða Nexus 6)

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 15:27
af intenz
Alltof stór, annars geðveikur.

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 22:04
af hkr
Var nokkuð ákveðinn í því að skella mér á hann en er ekki viss núna, er einfaldlega of dýr. Verður fróðlegt að sjá á hvaða verði hann verður á hérna heima..

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 23:16
af Baldurmar
Nexus 9 er phexy !

Re: Nexus 6

Sent: Fim 16. Okt 2014 23:46
af zedro
:sleezyjoe Ætli Nexus 5 verði þá ekki aðeins ódýrari? Tilvalið að skella sér á hann bara

Re: Nexus 6

Sent: Fös 17. Okt 2014 10:33
af AntiTrust
Zedro skrifaði::sleezyjoe Ætli Nexus 5 verði þá ekki aðeins ódýrari? Tilvalið að skella sér á hann bara


Þeir tóku nefnilega fram að verðið væri ekki að droppa á honum.

Re: Nexus 6

Sent: Fös 17. Okt 2014 19:14
af nidur
Nexus 6 er flottur, verst að maður geti ekki skipt um battery auðveldlega. Annars er oppo find 7 með alla specca í lagi nema OS, sem er hægt að skipta út fyrir cyanogenmod.

Re: Nexus 6

Sent: Lau 18. Okt 2014 00:38
af Viktor
Er þetta ekki lítil spjaldtölva frekar en sími? :catgotmyballs

Re: Nexus 6

Sent: Lau 18. Okt 2014 20:07
af Lunesta
mer fannst einmitt nexus 5 vera more or less optimum stærð.. 6" er aaallt of mikið.
Ég er með One plus one og mér finnst hann eiginlega vera of stór.

Re: Nexus 6

Sent: Lau 18. Okt 2014 20:22
af thehulk
Ég er með Sony Z Ultra og þessi sími er kettlingur við hliðina á honum

Re: Nexus 6

Sent: Lau 18. Okt 2014 20:51
af slapi
Er ekki alveg í Nexus verðmiði á þessum