Síða 1 af 1

Samsung, vantar rafhlöðu water indicator límmiða

Sent: Lau 11. Okt 2014 13:38
af axyne
Konan var að kvarta yfir að rafhlaðan væri orðin léleg hjá sér í SGS3 mini og eftir að hafa rennt yfir stillingar og prufað ýmis rafhlöðu apps þá var ég kominn á það að prufa að factory reset símann.
Núna var hún reyndar að játa fyrir mér að það hafi helst smá vatn yfir símann í síðustu viku og það passar eiginlega við tímann sem hann fór að vera leiðinlegur.

Opnaði símann, rafhlaðan er orðinn bólginn svo hún er líklega ónýt, búinn að panta nýja.

En ég ætlaði að tjekka á water indicator merkinu á rafhlöðunni en þar var einginn límmiði?
Ég athugaði síðan með símann minn SGS4 sem var keyptur á sama tíma hjá Elgiganten fyrir rúmu ári síðan og það vantar líka límmiðann á hann?

Einhver lent í þessu ?

Re: Samsung, vantar rafhlöðu water indicator límmiða

Sent: Lau 11. Okt 2014 18:29
af KermitTheFrog
Það er bara svart á rafhlöðunni í mínum s4. Spurning hvort það eigi ekki bara að vera svoleiðis.

Re: Samsung, vantar rafhlöðu water indicator límmiða

Sent: Lau 11. Okt 2014 20:15
af axyne
KermitTheFrog skrifaði:Það er bara svart á rafhlöðunni í mínum s4. Spurning hvort það eigi ekki bara að vera svoleiðis.


það er einmitt bara svart á rafhlöðunum hjá okkur, nokkuð viss um að þetta sé bara svæðið þar sem límmiðinn á að fara á, ég er búinn að prufa að bleita upp í svæðinu og einginn litabreyting.