Síða 1 af 1

LG Nexus 4 kveikir ekki á sér eftir vatnsskemmdir

Sent: Fim 21. Ágú 2014 09:10
af zetor
Missti símann minn í sjóvatn og eftir það fer hann ekki í gang. Hann sýnir dauft rautt ljós og ef ég held inni power takkanum þá blikkar rautt skært ljós.
Eg hef gert eftirfarandi:

- Skolað hann uppúr volgu vatni og tekið hann allann í sundur.
- Þurkað og látið í lokaðann poka með hrísgrjónum.
- sett í hann nýtt batterý
- prufað að halda inni tökkum á mismunandi máta ( það sem ég hef leitað í google )

Mín spurning er:

Hefur einhver lent í svipuðu atviki, misst símann í saltvatn og ekki fangið hann í gang?
Hvað getur hafa brunnið yfir?

bk
zetor

Re: LG Nexus 4 kveikir ekki á sér eftir vatnsskemmdir

Sent: Fim 21. Ágú 2014 09:31
af AntiTrust
Hvað var hann lengi í grjónapokanum?

Re: LG Nexus 4 kveikir ekki á sér eftir vatnsskemmdir

Sent: Fim 21. Ágú 2014 10:02
af zetor
2 daga

Re: LG Nexus 4 kveikir ekki á sér eftir vatnsskemmdir

Sent: Fim 21. Ágú 2014 10:37
af playman
Ertu búin að opna hann alveg og skoða hvort að það sjáist eitthvað á rafbúnaðinum í honum?
Gætir þurft að fara yfir hann með stækunargleri.


Hugsanlega gæti þetta hjálpað þér, þar sem að þú ert búin að skipta um batterí.

Einnig er hægt að prófa þetta.

Kóði: Velja allt

1> Connect your Nexus 4 with laptop.
2> Leave it for few seconds.
3> After blinking for approx half minutes it will start charging.
4> When you see it is in charging mode, then press the power button to make it on. 5> The phone will turn on.
6> Check the battery status(it might show 0%).
7> Leave it in same position for some time.
8> Check it again, you will see the battery status is more.
9> When it is 5%, remove the phone from laptop and connect it to charger.
10> Now it will work as it used to work few minutes back. :-) 


Hérna er svo eitthvað fjallað um red light water damage.
http://forum.xda-developers.com/nexus-4 ... t-t2356020

Re: LG Nexus 4 kveikir ekki á sér eftir vatnsskemmdir

Sent: Fim 21. Ágú 2014 11:40
af roadwarrior
Nokkuð viss um að ef þú hefur misst hann í saltvatn þá getur þú afskrifað hann.