Síða 1 af 1

Galaxy s5 hulstur

Sent: Þri 19. Ágú 2014 21:16
af Manager1
Ég er að leita að góðu hulstri fyrir nýja símann minn. Ég átti Galaxy s2 og gat geymt debetkortið mitt í hulstrinu á honum, það jók lífsgæði mín talsvert að þurfa ekki að þvælast með veskið útum allt líka þannig að núna er ég að leita að einhverju svipuðu fyrir nýja Galaxy s5 símann minn.

Eftir stutt gúggl sé ég að það er til slatti af þessum hulstrum á Íslandi, ég nenni ekki að panta þetta að utan og bíða í marga daga eftir þessu. Hefur einhver reynslu af svona hustrum, er eitthvað sem ég á alls ekki að kaupa?

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Fyrir_ ... _Svart.ecp

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Fyrir_ ... _Svart.ecp

https://www.facebook.com/Simahlutir/pho ... =3&theater

Re: Galaxy s5 hulstur

Sent: Þri 19. Ágú 2014 21:26
af Sneglubondi
Farðu bara í einhverja símaverslun og skoðaðu úrvalið það fann mitt í vodafone og það var mikið ódýrara en þessu sem að þú link-aðir frá Elko

Re: Galaxy s5 hulstur

Sent: Þri 19. Ágú 2014 22:05
af Manager1
Ég er landsbyggðarauli, það er ansi langt í næstu símabúð ;)

Re: Galaxy s5 hulstur

Sent: Mið 20. Ágú 2014 08:36
af audiophile
Efsta Samsung hulstrið er mjög vandað. Gott efni í þessi og það smellist aftan á í stað bakhliðarinnar en ver samt kantana, ólíkt flip coverunum sem voru á S4 sem voru ekkert að verja símann. Þetta kemur líka í veg fyrir að síminn verður óþarflega þykkur eins og er með sum veski. En það er auðvitað bara pláss fyrir 1 kort og er eiginlega ekki veski, heldur flott varnarhulstur sem geymir 1 kort.