Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.
Sent: Mán 18. Ágú 2014 22:54
Sælir\ar
Ég er í einhverjum leiðinda vandræðum með fartölvuna hjá mér sem orðin aðeins meira en þriggja ára gömul. Málið er það að alltaf þegar ég kveiki á henni þá heyrast svona fimm eða sex smellir þegar bios skjárinn er á henni, tick tick tick og svo frýs hún á þeim stað... Þegar þetta gerðist fyrst þá heyrðust þá heyrðist hljóðið sjaldnar en tölvan fór samt í gang. Það fyrsta sem ég hugsaði var að harði diskurinn væri við það að gefa sig. Tók því afrit af öllu þessu mikilvægasta. En allavega nú er þetta orðið þannig að hljóðið heyrist alltaf þegar ég kveikji á tölvunni. EN ég get samt náð að koma henni í gang og notað "nánast" eins og ekkert er að.
Það eina sem ég þarf að gera til þess að láta hana ekki tikka þegar ég kveikji á henni er frekar fáránlegt. Ég kveiki á henni og læt hana frjósa á boot skjánum, síðan vef ég t.d. ullarpeysu utam um tölvuna og læt hana hitna verlulega mikið. Þegar hún er orðin góð og fun heit þá slekk ég á henni og kveiki strax aftur. Nú heyrist tikkið einu sinni en tölvan ræsir sig. Svo verð ég samt að passa mig á því að tölvan kólni ekki of mikið meðan ég er í henni, ég get til dæmis ekki lagt hana á kalt borð því þá fer hún bara að tikka og frýs svo. Svo virðist eins og hún sé að versa, eða þurfi á meiri hita. Nú er það þannig að ég er alltaf með 7-zip í gangi að þjappa einhverjar risa skrár svo að hitinn á tölvunni haldist þannig að hún frýs ekki.
SMART test segir mér að harði diskurinn sé gamall en OK. Ég hefði getað svarið að þessi vandæði væri útaf harða diskinum en þetta hita dæmi finnst mér ekki stemma við það, allavega hef ég ekki heyrt af því áður. Eru einvhverjir sem hafa einhver ráð. Er kannski besta lausnin að redda mér einhverjum öðrum hdd til að prófa eða er þetta kannski eitthvað annað?
Ég er í einhverjum leiðinda vandræðum með fartölvuna hjá mér sem orðin aðeins meira en þriggja ára gömul. Málið er það að alltaf þegar ég kveiki á henni þá heyrast svona fimm eða sex smellir þegar bios skjárinn er á henni, tick tick tick og svo frýs hún á þeim stað... Þegar þetta gerðist fyrst þá heyrðust þá heyrðist hljóðið sjaldnar en tölvan fór samt í gang. Það fyrsta sem ég hugsaði var að harði diskurinn væri við það að gefa sig. Tók því afrit af öllu þessu mikilvægasta. En allavega nú er þetta orðið þannig að hljóðið heyrist alltaf þegar ég kveikji á tölvunni. EN ég get samt náð að koma henni í gang og notað "nánast" eins og ekkert er að.
Það eina sem ég þarf að gera til þess að láta hana ekki tikka þegar ég kveikji á henni er frekar fáránlegt. Ég kveiki á henni og læt hana frjósa á boot skjánum, síðan vef ég t.d. ullarpeysu utam um tölvuna og læt hana hitna verlulega mikið. Þegar hún er orðin góð og fun heit þá slekk ég á henni og kveiki strax aftur. Nú heyrist tikkið einu sinni en tölvan ræsir sig. Svo verð ég samt að passa mig á því að tölvan kólni ekki of mikið meðan ég er í henni, ég get til dæmis ekki lagt hana á kalt borð því þá fer hún bara að tikka og frýs svo. Svo virðist eins og hún sé að versa, eða þurfi á meiri hita. Nú er það þannig að ég er alltaf með 7-zip í gangi að þjappa einhverjar risa skrár svo að hitinn á tölvunni haldist þannig að hún frýs ekki.
SMART test segir mér að harði diskurinn sé gamall en OK. Ég hefði getað svarið að þessi vandæði væri útaf harða diskinum en þetta hita dæmi finnst mér ekki stemma við það, allavega hef ég ekki heyrt af því áður. Eru einvhverjir sem hafa einhver ráð. Er kannski besta lausnin að redda mér einhverjum öðrum hdd til að prófa eða er þetta kannski eitthvað annað?