Síða 1 af 1

[Komið]Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 15:59
af Vaski

Krakkanum tókst að brjóta glerið (vonandi bara það) á ASUS Transformer Pad TF300TG spjaldinu. Og þegar ég hringdi í tryggingarfélagði sagði það mér að fara með hana og láta meta hvað það kosti að gera við hana / eða hvort að hún sé ónýt. En þar sem spjaldið er keypt erlendis að þá veit ég ekki hvert ég að á fara með hana :uhh1 Er einhver umboðsaðili hér á landi fyrir ASUS sem maður á að snúa sér til? Veit af unlock.is, en fer til þeirra ef að það er hægt að gera við þetta, en veit ekki hvort að þeir séu teknir trúanlegir af tryggingarfélaginu ef þeir dæma hana ónýta. Einhver sem veit hvernig á að snúa sér í svona málum?

Re: Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 16:05
af svensven
Er það ekki tryggingarfélagið sem á að segja til varðandi hvaða verkstæði þau taka góð og gild ? :-k

Re: Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 16:11
af Vaski
Það sagði mér að fara þangað sem ég keypti vélina.

Re: Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 16:14
af Viktor
Smá gúggl segir Tölvulistinn

https://www.google.is/search?q=asus+umboð

Re: Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 17:39
af kizi86
Vaski skrifaði:Það sagði mér að fara þangað sem ég keypti vélina.

af hverju tókstu þá ekki fram að varan var keypt erlendis?

Re: Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 19:08
af Vaski
var bent á tölvtek þegar ég tók það fram, en sagt að það ætti þó meira við um tölvuvörur, en ekki spjaldtölvur.

Re: Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 19:35
af KermitTheFrog
Þú getur komið með spjaldtölvuna í tjónamat hjá okkur í Tölvutek.

Re: Brotið gler á Asus spjaldi, hvert á að snúa sér?

Sent: Mið 13. Ágú 2014 20:39
af Vaski
vissi að vaktin skilaði svari :)
kíki einhverja næstu daga.
takk takk