Síða 1 af 1
1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mið 13. Ágú 2014 11:14
af zaiLex
Er að fara að kaupa fartölvu og var að spá hvort að það væri einhver rosalegur munur á þessum skjám? Er voðalega lítið að sjá mun á þessum fartölvuskjám þegar það kemur að hærri upplausn en 1080p. Síðan er eitt sem ég skil ekki, sá 4k skjá á toshiba fartölvu í Tölvulistanum, hún var kannski 15" eða 17", hins vegar ekkert meira skjápláss sem það bauð uppá? Er maður ekkert að fá meira working space með þessum hærri upplausnum?
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mið 13. Ágú 2014 11:21
af Frost
Ég er með 13,3" fartölvu með 1080p IPS skjá. Myndi varla þora að fara í hærri upplausn útaf því ég á stundum erfitt með að sjá almennilega á skjáinn. Það er hægt að nota DPI scaling en þá verður t.d. Chrome mjög blurrað.
Þetta með vinnuplássið á skjánum gæti verið DPI scaling. Ég er ekki að nota DPI scaling og það er mjög gott pláss á skjánum hjá mér.
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mið 13. Ágú 2014 12:12
af KermitTheFrog
Það eru stillingar í Windows sem gera þér kleyft að auka skjá plássið. Ég er með 13.3" 1080p skjá og Það er mjög gott. En ég þarf að pirra augun stundum ef texti er mjög smár.
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mið 13. Ágú 2014 18:09
af slapi
Scaling í windows er ekki að virka sem skildi.
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mið 13. Ágú 2014 18:59
af Olli
Frost skrifaði:Ég er með 13,3" fartölvu með 1080p IPS skjá. Myndi varla þora að fara í hærri upplausn útaf því ég á stundum erfitt með að sjá almennilega á skjáinn. Það er hægt að nota DPI scaling en þá verður t.d. Chrome mjög blurrað.
Þetta með vinnuplássið á skjánum gæti verið DPI scaling. Ég er ekki að nota DPI scaling og það er mjög gott pláss á skjánum hjá mér.
Í sama glugga og þú velur scaling hakaru í "Let me choose one scaling level for all my displays" og svo log out/in - Chrome ekki blurrað lengur
. Er sjálfur með 13,3" og 1080p í 125% scaling!
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mið 13. Ágú 2014 20:45
af Frost
Olli skrifaði:Frost skrifaði:Ég er með 13,3" fartölvu með 1080p IPS skjá. Myndi varla þora að fara í hærri upplausn útaf því ég á stundum erfitt með að sjá almennilega á skjáinn. Það er hægt að nota DPI scaling en þá verður t.d. Chrome mjög blurrað.
Þetta með vinnuplássið á skjánum gæti verið DPI scaling. Ég er ekki að nota DPI scaling og það er mjög gott pláss á skjánum hjá mér.
Í sama glugga og þú velur scaling hakaru í "Let me choose one scaling level for all my displays" og svo log out/in - Chrome ekki blurrað lengur
. Er sjálfur með 13,3" og 1080p í 125% scaling!
Er einmitt að nota 125% núna. Kom stillt default á 150%.
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mið 13. Ágú 2014 21:06
af KermitTheFrog
Olli skrifaði:Frost skrifaði:Ég er með 13,3" fartölvu með 1080p IPS skjá. Myndi varla þora að fara í hærri upplausn útaf því ég á stundum erfitt með að sjá almennilega á skjáinn. Það er hægt að nota DPI scaling en þá verður t.d. Chrome mjög blurrað.
Þetta með vinnuplássið á skjánum gæti verið DPI scaling. Ég er ekki að nota DPI scaling og það er mjög gott pláss á skjánum hjá mér.
Í sama glugga og þú velur scaling hakaru í "Let me choose one scaling level for all my displays" og svo log out/in - Chrome ekki blurrað lengur
. Er sjálfur með 13,3" og 1080p í 125% scaling!
Ég er með mína 13.3" 1080p bara í 100% og það er alger draumur.
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Fim 14. Ágú 2014 12:29
af Viktor
1080p á 13,3" er draumur. En ég get ekki ýmindað mér að maður þurfi 1440p. Ekki nema þú ætlir að vera með augun bókstaflega ofan í skjánum.
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Fim 14. Ágú 2014 13:43
af kizi86
1440p er varla nauðsynlegt fyrr enn maður er kominn í 27".. var að fá mér 1440p 27" skjá og djöfulsins munur er á 1080p 0g 1440p í 27" þetter algjör draumur!
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Fim 14. Ágú 2014 17:07
af billythemule
Persónulega held ég að hærra en 1080p er óþarfi fyrir skjá af þessari stærð. Þú færð PPI tölu (pixels per inch eða pixla þéttleiki) upp á 165,63 sem er mikið hærra en t.d. skjárinn sem ég er að nota (Benq XL2411T) sem hefur 91,79 PPI (kannski í lægri kanntinum). Eftir 1-2 ár ætla ég að færa mig upp í 27'' skjá í 1440p með 108,79 PPI (verður að vera svona 120Hz+ skjár). Ég notaði eitt sinn 22'' skjá með PPI upp á 102 sem mér fannst alveg ágætt.
Ef þú ert að fíla ofur PPI tölur eins og margir snallsímar eru að bjóða upp á, þá gæti verið að þú viljir 1440p fyrir 13,3'' skjá (PPI upp á 220,84). Minn sími (Samsung S4) er með 440 PPI sem er ótrúlega há tala. Bara það eitt að horfa á þetta er töff fyrirbæri. 220 PPI er þrusu hátt samt sem áður. Ég segi samt að fara yfir 1080p á svona litlum skjá er aðallega fyrir bling value-ið.
Ég er að nota reiknivélina hér til að fá þessar PPI tölur:
https://www.sven.de/dpi/
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mán 18. Ágú 2014 01:59
af Viktor
kizi86 skrifaði:1440p er varla nauðsynlegt fyrr enn maður er kominn í 27"
Ósammála þessu. Ég er t.d. búinn að venjast 1080 í 13,3" tölvu - hvað þarf ég þá háa upplausn til þess að vera með sama PPI á til dæmis 17" skjá?
Re: 1080p vs 1440p á 13,3" skjá
Sent: Mán 18. Ágú 2014 18:37
af gRIMwORLD
Nota eins háa upplausn og maður kemst upp með á meðan sjónin leyfir. Það er mitt mottó. Aldrei að vita hvenær manni vantar meira vinnupláss á skjánum.