KermitTheFrog skrifaði:Lítur vel út. Mörg smáverkstæði sem fara á hausinn með þessum breytingum hehe. Fíla einmitt að þeir séu að stækka. Það eina sem þarf að breytast núna til þess að ég færi mig yfir í iPhone er stýrikerfið. iOS 8 er breyting í rétta átt. Kannski 9 eða 10 hitti naglann á höfuðið.
Úff, ég dýrka iOS kerfið. Einfalt og flott.
Var með Galaxy II þegar hann var og hét - líkaði vel við hann. En djö, ég held að ég muni aldrei skipta yfir aftur. Hálf vorkenni fólki með Android þegar ég sé þá, finnst það virka svo klunnalega við hliðina á iOS
Mamma fékk sér einmitt iPad fyrir skömmu, og hún er með hann á sér hvert sem hún fer. Hún er vægast sagt lítil tæknimanneskja, en guð hvað þetta stýrikerfi er flott fyrir hana. Ég setti hann upp fyrir hana ásamt nokkrum öppum, þar með talið Skype og fleira - og hef ekki þurft að aðstoða hana síðan þá.
Mér finnst það frekar mikil staðfesting á því hversu flott þetta stýrikerfi er.