Síða 1 af 1
HTC one m8
Sent: Fim 24. Júl 2014 09:34
af Oak
Er þetta bara langt frá því að vera vinsæll sími?
vodafone virðast vera einu með hann fyrir utan emobi og Vodafone eru að hætta að panta hann inn. Ég var búinn að telja mér trú um það að þetta væri flottasti síminn.
Eru þeir sem eiga hann ekki sáttir við hann?
Re: HTC one m8
Sent: Fim 24. Júl 2014 09:45
af vesley
Held að vandamálið sé líka það að hann er hvergi auglýstur og hef enn ekki fundið sýniseintak af honum hér á landinu. s.s. ef þú veist ekki nú þegar af honum þá ertu ekkert að fara að kaupa hann eða geta skoðað
Re: HTC one m8
Sent: Fim 24. Júl 2014 10:23
af AntiTrust
Vandamálið er að það er enginn umboðsaðili fyrir HTC á Íslandi eftir að Hátækni fór á hausinn. Synd, flottasti Android síminn IMO.
Re: HTC one m8
Sent: Fim 24. Júl 2014 11:32
af Halli25
AntiTrust skrifaði:Vandamálið er að það er enginn umboðsaðili fyrir HTC á Íslandi eftir að Hátækni fór á hausinn. Synd, flottasti Android síminn IMO.
http://sm.is/search/HTC
Re: HTC one m8
Sent: Fim 24. Júl 2014 14:13
af Oak
Finnst 120 alveg nóg fyrir þennan síma...
Re: HTC one m8
Sent: Fim 24. Júl 2014 15:21
af siggik
sagan segir að þeir sem hafa verið með HTC (man ekki nafnið) hafi verið hundleiðinlegir í viðskiptum/samskiptum .. *umboðið þeas*
Re: HTC one m8
Sent: Fim 24. Júl 2014 21:27
af Oak
Ég allavega fann síma loksins og keypti mér eitt stykki. Algjör snilld allavega svona til að byrja með.
Re: HTC one m8
Sent: Lau 26. Júl 2014 15:31
af braudrist
M8 er alla veganna með besta soundið af öllum snjallsímum í dag. Harman Kardon maður, hvernig er ekki þrusugott sound í honum?
Re: HTC one m8
Sent: Lau 26. Júl 2014 15:51
af Oak
Flott sound í bæði heyrnatólum og símanum og mjög gott að hafa hátalarann framaná.