Síða 1 af 1

Besta Android appið til að deila myndum yfir í tölvu?

Sent: Mið 16. Júl 2014 14:19
af jardel
Eins og dropbox gerir sem er frítt og hefur stórt gb pláss.

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 14:25
af Labtec
stórt pláss og fritt, já það er ekki beðið um mikið

annars google drive gefur 15gb

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 14:36
af jardel
Maður er kanski of erfiður, ég þakka þèr fyrir prufa google drive

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 14:40
af rattlehead
finnst dropboxið þægilegast. Allar myndir hendast sjálfkrafa yfir í tölvuna um leið og síminn dettur á netið heima.

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 14:43
af jardel
Ert þú með þá með áskrift á dropboxinu?

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 15:52
af Swooper
Maður þarf ekkert áskrift til að redda sér meira plássi á Dropbox. Ég er t.d. með 21GB og hef aldrei borgað krónu.

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 16:01
af Frantic
Notar Bittorrent Sync.
Setur upp forritið í símanum og tölvunni.
Velur möppu og deilir secret kóðanum á milli.
Ef þú vilt að myndirnar detti inní Google Drive þá geturðu syncað inní þá möppu í tölvunni.

Google Drive allavega bauð mér ekki uppá að synca myndirnar í möppu á drifinu mínu síðast þegar ég athugaði þannig ég reddaði þessu svona.
Fer allt á G+ sem er ekki töff.

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 17:12
af gRIMwORLD
Ég nota GoodSync, virkar hvort sem er yfir wifi eða wan.

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 19:30
af rattlehead
ekki með áskrift. Með dropbox í tölvunni og í símanum og með camera uploads kveikt. Allar myndir fara þannig yfir í tölvuna sjálfkrafa. ekkert vesen. Hef ekki þurft að skoða annað þar sem þetta er einfalt, þægilegt og virkar.

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Mið 16. Júl 2014 23:51
af jardel
ef einhver veit um góðan link af þessu dropboxi má hann endilega senda mér hann í pm

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Fim 17. Júl 2014 03:52
af Nariur
jardel skrifaði:ef einhver veit um góðan link af þessu dropboxi má hann endilega senda mér hann í pm


[url]dropbox.com[/url]?

bb kóðinn ekki að virka

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Fim 17. Júl 2014 11:33
af capteinninn
jardel skrifaði:ef einhver veit um góðan link af þessu dropboxi má hann endilega senda mér hann í pm


Wat?

Eitt þekktasta forrit í heiminum, fannstu það ekki með google?

Hérna er heimasíðan
Dropbox fyrir Android

Re: hvað er besta android forritið til að share myndum yfir

Sent: Fös 18. Júl 2014 20:44
af Swooper
capteinninn skrifaði:
jardel skrifaði:ef einhver veit um góðan link af þessu dropboxi má hann endilega senda mér hann í pm


Wat?

Eitt þekktasta forrit í heiminum, fannstu það ekki með google?

Hérna er heimasíðan
Dropbox fyrir Android

Það er hægt að vera ósjálfbjarga, en þessi gaur tekur það á alveg nýtt level...

Re: Besta Android appið til að deila myndum yfir í tölvu?

Sent: Fös 18. Júl 2014 21:10
af nidur
Ég myndi mæla með torrent sync eða dropbox

Hef verið að nota torrent sync fyrir tónlistina, og þetta er bara snilld.