Síða 1 af 1

Mun þessi iPad Mini virkar á Íslandi?

Sent: Fim 03. Júl 2014 15:59
af arnarfbald
Sælir,

Er að spá í að kaupa mér iPad Mini Retina á Ebay, hann er með Sim kort rauf og er model A1490 og það sem ég var að velta fyrir mér, gæti ég notað 3G/4G hérna á íslandi miðað við þennan lista? https://www.apple.com/ipad/LTE/

Er það ekki þannig með iPad annað en iPhone að þeir virkar nánast í hvaða landi sem er sama hvar hann er keyptur, þeas þessi 3G/4G möguleiki, veit að hann virkar alveg á Wifi og svoleiðis :)

Re: Mun þessi iPad Mini virkar á Íslandi?

Sent: Fim 03. Júl 2014 17:34
af Gislinn
Prufaðu að skoða ipad mini sem epli.is er að selja og bera saman tíðnirnar/böndin við þann sem er verið að selja á ebay, ef það er allt það sama þá geturu gengið að því vísu að hann gangi hér.

Re: Mun þessi iPad Mini virkar á Íslandi?

Sent: Fim 03. Júl 2014 17:43
af coldone
3G tíðnir hér á Íslandi eru 900 og 2100
4G -------------------------- 800 og 1800

Þannig að í það minnsta ef eitthvað er að marka þennan lista þá ættirðu að vera safe.