Google I/O 2014 - Android "L"
Sent: Fim 26. Jún 2014 17:11
Ég er pínu hissa á að hafa ekki séð neinn þráð hérna ennþá um Google I/O, sem hófst í gær. Þar var kynnt næsta útgafa af Android, eingöngu sem "Android L", af einhverjum ástæðum hafa þeir hvorki gefið upp version númer né heiti, þó flestir telji að það verði Lollipop. Einnig var kynnt Android Wear, Android TV og Android Auto, sem eru þrjár útgáfur af Android fyrir snjallúr, sjónvörp og... bíla.
Hérna er hands on af developer preview buildinu. Getið fundið fleiri greinar um þetta víðs vegar á engadget.
Persónulega fíla ég ekki nýja lúkkið sem þeir sýndu, öll menuin orðin hvít og softkeys iconin orðin eins og á playstation fjarstýringu, multitasking viewið komið í svona "cards" lúkk eins og tabs í Chrome... Vona að það komi fljótlega einhver custom ROM sem setur "gamla" lúkkið aftur á.
Mér lýst hins vegar mjög vel á Android snjallsjónvörp (hef SVO oft bölvað drasl stýrikerfinu á Panasonic Viera græjunni minni og óskað þess að ég hefði bara Android í staðinn). Android í bílinn hins vegar? Ehhh, ég er ekki viss um að það sé góð hugmynd.
Hvað finnst ykkur?
Hérna er hands on af developer preview buildinu. Getið fundið fleiri greinar um þetta víðs vegar á engadget.
Persónulega fíla ég ekki nýja lúkkið sem þeir sýndu, öll menuin orðin hvít og softkeys iconin orðin eins og á playstation fjarstýringu, multitasking viewið komið í svona "cards" lúkk eins og tabs í Chrome... Vona að það komi fljótlega einhver custom ROM sem setur "gamla" lúkkið aftur á.
Mér lýst hins vegar mjög vel á Android snjallsjónvörp (hef SVO oft bölvað drasl stýrikerfinu á Panasonic Viera græjunni minni og óskað þess að ég hefði bara Android í staðinn). Android í bílinn hins vegar? Ehhh, ég er ekki viss um að það sé góð hugmynd.
Hvað finnst ykkur?