Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Sent: Sun 01. Jún 2014 21:51
Hef verið að lenda í því undanfarið að rafhlaðan tæmist fyrirvaralaust í 9 mánaða gömlum Samsung Galaxy S4. Ég er til að mynda að vafra á netinu og rafhlöðuhleðslan stendur í 60% en síðan er síminn skyndilega dauður. Í gær var ég í miðjum klíðum að panta í Dominos appinu með rafhlöðuna yfir 50% og síðan bara allt blankó. Getur verið að rafhlaðan hafi ekki lengri líftíma en 9 mánuði? Hvernig er með ábyrgð á svona hlutum? Hvert get ég farið til að láta mæla rafhlöðuna og láta dæma um hvort hún sá orðin svona slöpp? Ég var líka að spá í hvort síðasta uppfærsla í Android stýrikerfinu væri að valda þessu "böggi" en mér fannst ekki fara að bera á þessu fyrr en eftir síðustu uppfærslu Vonandi getur einhver hér ráðlagt mér hvað best sé að gera