Snapchat í Cyanogenmod - Galaxy S3
Sent: Fös 30. Maí 2014 19:43
Ég hef alltaf keyrt símann minn, sem er Samsung Galaxy S3 (GT-19300 model), í stock Android umhverfinu. Ég uppfærði hann í Android 4.3 á dögunum og eftir það fór allt til fjandans. Battery lifetime gjörsamlega hrundi. Fyrst var það Exchange services sem virtist éta upp allt battery. Ég tók út email reikninginn minn og hélt að það myndi hjálpa til en svo var ekki, þá sýndi battery forritið bara að Android OS væri að éta upp allan líftíma. Ég googlaði vandamálið og var klárlega ekki sá eini sem var að berjast við þetta eftir uppfærsluna. Ég prófaði ýmislegt en ákvað svo að lokum að roota símann.
Ég setti upp Cyanogenmod eftir root og er að nota Android version 4.4.2. Þvílíkur munur á símanum, hann er mun sneggri og meira responsive, líftími rafhlöðunnar er frábær og allt virðist virka eðlilega fyrir utan eitt app, Snapchat. Það virkar fínt að taka myndir í Snapchat en um leið og ég ætla að taka upp video get ég aldrei náð meira en 3-4 sek áður en upptakan stoppar. Eftir smá google leit virðist vandamálið vera að video upptakan er í of háum gæðum þannig að videoið sjálft fyllir upp í stærðarkvótann strax og hættir upptöku. Í stock Android umhverfinu á S3 er upptakan sjálfkrafa í lægri gæðum.
Ég hef ekki fundið neinar tillögur að úrlausn. Því spyr ég ykkur, eruð þið að nota Cyanogenmod án vandræða? Ef svo er, hvaða útgáfur eruð þið að nota?
Eina ástæðan fyrir að ég valdi Cyanogenmod var að skv. Google virtist það vera mest stable. Ég ætlaði svo sem aldrei að roota símann en gafst upp á þessum vandræðum með líftímann á rafhlöðunni og þurfti bara að demba mér í það. Eru einhver önnur ROM sem þið mælið frekar með?
Ég setti upp Cyanogenmod eftir root og er að nota Android version 4.4.2. Þvílíkur munur á símanum, hann er mun sneggri og meira responsive, líftími rafhlöðunnar er frábær og allt virðist virka eðlilega fyrir utan eitt app, Snapchat. Það virkar fínt að taka myndir í Snapchat en um leið og ég ætla að taka upp video get ég aldrei náð meira en 3-4 sek áður en upptakan stoppar. Eftir smá google leit virðist vandamálið vera að video upptakan er í of háum gæðum þannig að videoið sjálft fyllir upp í stærðarkvótann strax og hættir upptöku. Í stock Android umhverfinu á S3 er upptakan sjálfkrafa í lægri gæðum.
Ég hef ekki fundið neinar tillögur að úrlausn. Því spyr ég ykkur, eruð þið að nota Cyanogenmod án vandræða? Ef svo er, hvaða útgáfur eruð þið að nota?
Eina ástæðan fyrir að ég valdi Cyanogenmod var að skv. Google virtist það vera mest stable. Ég ætlaði svo sem aldrei að roota símann en gafst upp á þessum vandræðum með líftímann á rafhlöðunni og þurfti bara að demba mér í það. Eru einhver önnur ROM sem þið mælið frekar með?