Síða 1 af 1

Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 18:38
af holavegurinn
Er með iphone 4s síma sem ég þarf að aflæsa. Er búinn að skoða slatta af síðum og alveg svakalega mikið af svindli í gangi.

Vil aflæsa sem fyrst, en ég fann þessa síðu hér http://www.officialiphoneunlock.co.uk/unlock-iphone

Er mikið að pæla í henni en hafið þið annars einhverja reynslu á þessu?

Er þetta kanski bara besta leiðin?
http://einstein.is/2012/04/13/keyptirdu ... n-okeypis/

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 18:45
af lukkuláki
Ég lét gaurana hjá isiminn Skipholti (hornið á móti Ruby Tuesday) gera þetta fyrir mig fljótt og vel man ekki hvað það kostaði en það var sanngjarnt.

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 19:06
af holavegurinn
Takk fyrir fljótt svar, en ég var búinn að skoða þann möguleika.

http://isiminn.is/product.php?id_product=397

Hérna er aflæsing á 4/4s síma. 22.000 krónur, ekki aaalveg til í að borga það fyrir þetta!

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 19:08
af MatroX
finnur þetta á ebay fyrir mjög lítið

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 19:09
af lukkuláki
holavegurinn skrifaði:Takk fyrir fljótt svar, en ég var búinn að skoða þann möguleika.

http://isiminn.is/product.php?id_product=397

Hérna er aflæsing á 4/4s síma. 22.000 krónur, ekki aaalveg til í að borga það fyrir þetta!


Váááá það hefur sko hækkað allavega tvöfalt frá því þegar ég lét gera þetta. Allt of dýrt hjá þeim.

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 19:29
af Oak
http://www.beijingiphonerepair.com/stor ... t=14977379

Þetta er solid síða en kostar líka leiðinlega mikið í dag. Þetta var komið niðrí $10-15 stykkið.

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 21:38
af Olafst
Ég hef notað http://www.cellunlocker.net/ með góðum árangri.
Verðin hjá þeim eru misjöfn eftir símtækjum og networks, en mér sýnist þetta vera sirka $90 fyrir 4S og gæti tekið einhvern tíma að fá kóðann sendann, en þessir eru 100% legit.

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Þri 13. Maí 2014 23:39
af holavegurinn
Fann eitt sem litur ágætlega út hérna á ebay

http://www.ebay.com/itm/Factory-Unlock- ... 233a01f105

Hvaða aðferðir eru það samt sem þeir eru að nota sem eru að redda þessu?

Ég las mér það til á netinu að á mörgum tilfellum væri bara fólk í vinnu við það að hringja í AT&T og biðja þá um að unlocka símann. það er víst pínu bras en maður þarf bara að hringja nógu oft til að það fari í gegn.

Er maður bara að borga þeim fyrir að hringja í AT&T? Gæti alveg eins gert það sjálfur :lol:

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Mið 14. Maí 2014 14:16
af Tesy
22.000kr til að aflæsa AT&T (sem er held ég ódýrast af öllum) iPhone 4/s? Er þetta djók eða? Ég gerði það inná eh síðu fyrir 2 árum, man samt ekki hvað síðan heitir. Senti þeim IMEI nr. og borgaði eh 2-3þ fyrir það..

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Mið 14. Maí 2014 14:39
af hfwf
Er ekki hægt að jailbreaka hann bara og nota síðan redsn0w til að unlocka hann, það er allavega það sem ég les útfra´google.

Re: Aflæsa AT&T síma

Sent: Mið 14. Maí 2014 17:11
af holavegurinn
Síminn er því miður í 7.1 þannig að það er nogo að jailbreika hann. :dissed

Annars þarf síminn að vera activaited til þess að evasi0n 7 virki. :thumbsd

Endaði á því að ég tók ódýrustu lausnina á bejingiphonerepairs, 3600 krónur og þarf að bíða í 3-10 daga að mig minnir, Hefði geta farið í 129$ og fengið þetta á 24-72 tímum en ákvað að spara 11k og bíða :happy

Ég verð bara að þola það að vera með venjilegann iphone þangað til sexan& ios8 kemur í haust :hnuss