Leiðbeiningar varðandi fartölvukaup
Sent: Sun 24. Okt 2004 00:39
Mamma er víst á þeim buxunum að kaupa sér fartölvu og ég fæ víst það hlutverk að gefa henni ráð sem hún hlustar ekki á
Bæði notað og nýtt er í myndinni enn, en ef við förum í nýtt, þá verður það vél í ódýrari kantinum. Segjum bara að allt yfir 130þ. sé farið að teygja budget.
Vélin þarf númer eitt að vera traust. Góður skjár og vönduð smíði telur sterkar en killer skjákort, nokkur klukkuslög á sekúndu eða huge harðdiskur. Hún þarf að vera endingargóð og studd af góðri þjónustu.
Vélin verður fyrst og fremst heimilistölva (kjöltutölva sem fær lítið að fara út), en það væri samt betra að hún væri ekki hlunkur sem tæmir batteríin í hvelli.
Sjálfum dettur mér í hug (af takmarkaðri reynslu og því sem ég hef kynnt mér) að IBM væri einna sterkast upp á það sem hér er farið fram á (veit ekkert með þjónustu samt!) og kannski Dell. Spurning hvað maður er að fá fyrir þennan pening samt hjá þeim. Hvernig eru Acer að standa sig?
Annað atriði. Væntanlega þarf að sætta sig við Celeron M örgjörva á þessu verði, en er þá Athlon XP Mobile vænlegur valkostur? Væntanlega vinnur hann á afli, en tímar yfir rafhlöðu endingu eru ekki svo ólíkir, sýnist mér. Er það að stemma?
Svo, ef einhver hefur lesið í gegnum þessa langloku, þá þigg ég reynslusögur með þökkum
Bæði notað og nýtt er í myndinni enn, en ef við förum í nýtt, þá verður það vél í ódýrari kantinum. Segjum bara að allt yfir 130þ. sé farið að teygja budget.
Vélin þarf númer eitt að vera traust. Góður skjár og vönduð smíði telur sterkar en killer skjákort, nokkur klukkuslög á sekúndu eða huge harðdiskur. Hún þarf að vera endingargóð og studd af góðri þjónustu.
Vélin verður fyrst og fremst heimilistölva (kjöltutölva sem fær lítið að fara út), en það væri samt betra að hún væri ekki hlunkur sem tæmir batteríin í hvelli.
Sjálfum dettur mér í hug (af takmarkaðri reynslu og því sem ég hef kynnt mér) að IBM væri einna sterkast upp á það sem hér er farið fram á (veit ekkert með þjónustu samt!) og kannski Dell. Spurning hvað maður er að fá fyrir þennan pening samt hjá þeim. Hvernig eru Acer að standa sig?
Annað atriði. Væntanlega þarf að sætta sig við Celeron M örgjörva á þessu verði, en er þá Athlon XP Mobile vænlegur valkostur? Væntanlega vinnur hann á afli, en tímar yfir rafhlöðu endingu eru ekki svo ólíkir, sýnist mér. Er það að stemma?
Svo, ef einhver hefur lesið í gegnum þessa langloku, þá þigg ég reynslusögur með þökkum