Síða 1 af 1
Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Þri 06. Maí 2014 20:19
af vesley
Vinkona mín á s.s. 2011 Macbook Air og byrjaði hún fyrir ekki svo löngu að bólgna aðeins út. Þannig rafhlaðan er byrjuð að verða slöpp og orðin bólgin.
Mjög margir virðast lenda í þessu og auðvitað er þetta ekki eðlilegt..
Hefur einhver af ykkur reynt að skila inn svona vélum þrátt fyrir aldur þeirra ? Miðað við það sem ég hef lesið á google er það mikið happa glappa hvort fólki borgi fyrir það en ég finn ekkert um þetta hér á Íslandi.
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Þri 06. Maí 2014 20:35
af worghal
fá nýtt batterý ASAP!
þetta sem er í er samasem ónýtt
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Þri 06. Maí 2014 20:44
af vesley
worghal skrifaði:fá nýtt batterý ASAP!
þetta sem er í er samasem ónýtt
Veit það, er aðallega að spá hvort Apple taki þetta að sér endurgjaldslaust ? Hvort þeir hjá Epli séu að því?
Því sumir virðast vera að fá þetta frítt og aðrir ekki.
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Þri 06. Maí 2014 20:56
af MrSparklez
vesley skrifaði:worghal skrifaði:fá nýtt batterý ASAP!
þetta sem er í er samasem ónýtt
Veit það, er aðallega að spá hvort Apple taki þetta að sér endurgjaldslaust ? Hvort þeir hjá Epli séu að því?
Því sumir virðast vera að fá þetta frítt og aðrir ekki.
Ef að þetta er viðurkenndur verksmiðju galli þá ættu þær að laga þetta frítt.
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Þri 06. Maí 2014 20:56
af worghal
þetta kom fyrir á macbook hjá mér og ég fékk nýtt, no questions asked. soldið síðan samt.
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Þri 06. Maí 2014 21:14
af lukkuláki
Bara það að rafhlaðan skuli bólgna held ég að hljóti að vera alvarlegur galli þetta er ekki svo gömul vél, þessar rafhlöður eiga alls ekki að bólgna það er ávísun á stórhættu.
Farðu og spjallaðu við einhvern verkefnastjóra eða yfirmann á verkstæðinu á góðu nótunum ég held að þeir hljóti að sjá að þetta er óeðlilegt og ef það er eitthvað report á svona vandamál í gangi þá ættu þeir að hafa fengið tilkynningu frá Apple um að skipta um þetta ef svona vandamál koma inn.
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Þri 06. Maí 2014 22:34
af jonsig
3/4 af umfangi lithíum batteríis er öryggisbúnaður . Þannig að það er afar ósennilegt að þetta batterí hefði sprengt þig þegar þetta gerðist
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Mið 07. Maí 2014 15:26
af vesley
Fyrsta update í þessu máli .
Hringdi í Epli/Skakkaturn, Það ekkert mál frá Apple í gangi varðandi batterís (replacement) en þeir ætla að skoða þetta nánar.
Ný rafhlaða er á 34þús kall og svo örugglega annað svipað í vinnu....
Tölvan er nefnilega ekki stödd í Reykjavík og kemst ég ekki strax með hana.
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Mið 07. Maí 2014 15:48
af dori
Ef þeir ætla að rukka fyrir þetta ættirðu að gera þetta sjálfur. Batterí ætti að vera komið heim á tæplega 20 þúsund krónur og virðist vera svona 30 mínútna vinna að skipta þessu út.
http://www.ifixit.com/Guide/MacBook+Air ... ement/6306
Re: Macbook Air (bólgin rafhlaða) Hvað skal gera ?
Sent: Mið 07. Maí 2014 18:12
af Baraoli
ég myndi ekki hika við að fara með hana til þeirra. þar sem tölvan er nú bólgin vegna rafhlöðunar.
væri annað ef rafhlaðan væri bara out...