Síða 1 af 1

LG G2 eða Nexus 5

Sent: Þri 29. Apr 2014 18:34
af stebbz13
vantar nýjan síma og valið er á milli þessara tveggja síma en ég get bara ekki komist að niðurstöðu um hvorn ég ætti að taka :-k hafið þið einhverjar reynslusögur með þessi tæki?

Re: LG G2 eða Nexus 5

Sent: Þri 29. Apr 2014 19:03
af oskar9
Ég er með LG-G2, kominn með kitkat uppfærsluna og er mjög sáttur, batterýið endist 2-3 daga hjá mér og það er alltaf annað hvort WI-FI eða 4G kveikt, myndavélin er sú besta sem ég hef prufað í síma og video stabilizerinn er ótrúlegur.
Síminn hikstar ekki eða laggar með nein verkefni, ég vandist tökkunum á bakhliðinni á fyrsta degi og nú er ég orðinn háður þeim, sérstaklega vegna þess að síminn hefur knock-on þannig að maður þarf bara að banka tvisvar í skjáinn til að læsa eða aflæsa símanum.

Hef ekki prufað Nexus símann en ég mjög sáttur við G2 og finn enga galla að honum, kannski að hann komi með frekar miklu bloatware frá LG en ég er að nota Nova prime launcher sem býður upp á að fela þau apps og icon sem maður notar ekki

Re: LG G2 eða Nexus 5

Sent: Þri 29. Apr 2014 19:21
af Viktor
Ég myndi taka Nexus því hann er minni og léttari. G2 er með betri myndavélar og öflugri rafhlöðu, innbyggt útvarp.

http://www.phonearena.com/phones/compar ... /7969,8148

Re: LG G2 eða Nexus 5

Sent: Þri 29. Apr 2014 19:29
af Legolas
YouTube reviews, þar sérðu þetta óhlutdrægt um báða símana.

Re: LG G2 eða Nexus 5

Sent: Þri 29. Apr 2014 21:21
af wicket
Ég hef notað báða símana, er að nota Nexus 5 núna en var með G2 á undan honum í 8 vikur.

Þeir eru báðir virkilega góðir. Mín reynsla er að myndavélin og rafhlaðan í G2 er betri en Nexus er betri í hendi. Annars eru þeir keimlíkir.

Rafhlaðan í G2 er sú besta sem að ég hef upplifað á snjallsíma, sem poweruser náði ég 2 dögum án þess að hlaða eitthvað sem að ég hef aldrei upplifað.

Ef ég ætti að velja í dag myndi ég taka Nexus en það er bara því að ég er hrifnari af Android eins og það kemur frá Google, en það er misjafnt hvað fólki finnst um það.

Myndi stökkva í næstu verslun og handleika tækin, þetta eru MJÖG svipuð tæki.

Re: LG G2 eða Nexus 5

Sent: Fös 02. Maí 2014 19:53
af stebbz13
ég fór í dag og skoðaði þá betur núnna í dag og nexus5 varð fyrir valinu og sáttari get ég ekki verið.

þakka fyrir svörinn

Re: LG G2 eða Nexus 5

Sent: Fös 02. Maí 2014 22:59
af Swooper
Vel valið, velkominn í hóp Nexus 5 eiganda :P