Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"
Sent: Lau 29. Mar 2014 21:54
Hæ
væri alveg til í að heyra álit sumra hérna á þessu veseni.
Þannig var að ég keypti síma á netinu (nokia 800 lumia) um áramótin. Síminn virkaði mjög vel og ég var sáttur.
Svo fór að bera á að það var erfitt að hlaða símann, það þurfti að setja smá þrýsting á usb tengið til að það byrjaði að hlaða og svo fór þetta vandamál hraðversnandi þar til mér tókst ekkert að hlaða símann.
Ég fékk ábendingu um ákveðið verkstæði og hafði samband við það og spurði hvort þeir tæku að sér að skipta um svona usb tengi, fékk svar strax með verði uppá 6000 kr.
Ég fór með símann og fékk svo allnokkru seinna sms um að síminn væri tilbúinn, og ég kætist eðlilega við það og ætlaði að fara sækja símann. En þá kom annað sms og í því stóð að usb tengið virkaði, en snertiskjárinn væri ónýtur (óvirkur) og að hann ætlaði að skoða það betur. Eftir nokkra daga og engin skilaboð þá hringdi ég í verkstæðið og ræddi við þá, og má segja að útkoman úr símtalinu hafi verið sú að þeir skilja ekki afhverju snertiskjárinn virki ekki en fullyrða að það hafi ekkert með þeirra viðgerð að gera og vilja ekkert kannast við að hafa skemmt símann og hann hafi líklega verið skemmdur fyrir. Hann sagðist bara hafa mín orð fyrir því að hann hafi verið í lagi áður !!! Hann bætti því við að ég hefði líklega keypt uppgerðan síma en ekki nýjan miðað við það sem var inní honum (veit ekki hvað hann sá).
En uppgerður eða ekki þá var þetta fyrir mér 2-3 mánaða sími með bilað usb tengi, að öðru leiti í fullkomnu ástandi en er núna líklega ónýtur.
Hvað myndu menn gera í þessari stöðu ?
væri alveg til í að heyra álit sumra hérna á þessu veseni.
Þannig var að ég keypti síma á netinu (nokia 800 lumia) um áramótin. Síminn virkaði mjög vel og ég var sáttur.
Svo fór að bera á að það var erfitt að hlaða símann, það þurfti að setja smá þrýsting á usb tengið til að það byrjaði að hlaða og svo fór þetta vandamál hraðversnandi þar til mér tókst ekkert að hlaða símann.
Ég fékk ábendingu um ákveðið verkstæði og hafði samband við það og spurði hvort þeir tæku að sér að skipta um svona usb tengi, fékk svar strax með verði uppá 6000 kr.
Ég fór með símann og fékk svo allnokkru seinna sms um að síminn væri tilbúinn, og ég kætist eðlilega við það og ætlaði að fara sækja símann. En þá kom annað sms og í því stóð að usb tengið virkaði, en snertiskjárinn væri ónýtur (óvirkur) og að hann ætlaði að skoða það betur. Eftir nokkra daga og engin skilaboð þá hringdi ég í verkstæðið og ræddi við þá, og má segja að útkoman úr símtalinu hafi verið sú að þeir skilja ekki afhverju snertiskjárinn virki ekki en fullyrða að það hafi ekkert með þeirra viðgerð að gera og vilja ekkert kannast við að hafa skemmt símann og hann hafi líklega verið skemmdur fyrir. Hann sagðist bara hafa mín orð fyrir því að hann hafi verið í lagi áður !!! Hann bætti því við að ég hefði líklega keypt uppgerðan síma en ekki nýjan miðað við það sem var inní honum (veit ekki hvað hann sá).
En uppgerður eða ekki þá var þetta fyrir mér 2-3 mánaða sími með bilað usb tengi, að öðru leiti í fullkomnu ástandi en er núna líklega ónýtur.
Hvað myndu menn gera í þessari stöðu ?