Síða 1 af 1

Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 18:46
af jardel
Nú er ég búinn að kaupa tvær skjá filmur fyrir lg g2 símann minn og gengur illa að setja þær á lendi alltaf í því að fá loftbólur. Ég er eflaust bara svona klaufskur.
Mælið þið með einhverjum filmum sem eru betri en aðrar.
Eða vitið þið um einhvern söluaðila sem tekur að sér að setja filmuna á símann

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 20:19
af kjartanbj
Tilhvers að nota svona skjáfilmu? skjáir orðnir fjandi góðir í dag, Gorilla glass and all that, ekki ein rispa á skjánnum á mínum S4 og engin skjáfilma þar

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 20:45
af jardel
Það eru komnar rispur hja mer allavegana.
Kanski er skjárinn á lg g2 ekki jafn sterkur eins og s4 skjárinn?

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 20:53
af worghal
jardel skrifaði:Það eru komnar rispur hja mer allavegana.
Kanski er skjárinn á lg g2 ekki jafn sterkur eins og s4 skjárinn?

nope [-X

en annars til að losna við loftbólur þá er besta að ýta þeim burt hægt og rólega með debit/credit korti, svo geturu líka notað kortið til að ýta niður á filmuna þegar þú leggur hana niður á skjáinn
https://www.youtube.com/watch?feature=p ... Qd70#t=199

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 21:15
af oskar9
Ég hef nú átt snjallsíma síðan 2007 og hef aldrei lent í rispum á skjá, spurning að geyma ekki bíllyklana með símanum í vasanum

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 21:47
af jardel
Ég hef alltaf símann einan og sér í vasanum

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 21:52
af hfwf
g2 er með gorilla corning glas 2 en s4 er með 3 og sama hér ekki rispa á honum né s2 símanum sem ég hef átt síðan 2011.

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 21:52
af GullMoli
Prufið að nudda sandi eða grjóti á þessa rispufríu skjái og sjáið til hvort hann verði rispulaus :D

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 21:54
af depill
Ég á LG optimus g, búinn að eiga hann í ár. Fer ekki vel með hann, sé engar rispur á honum, allavega sem bögga mig. Mjóg ánægður með LGinn minn :)

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Mið 19. Mar 2014 23:35
af jardel
skrýtið að það er engin sem tekjur þetta að sér að setja filmur á síma

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 00:48
af Alex97
GullMoli skrifaði:Prufið að nudda sandi eða grjóti á þessa rispufríu skjái og sjáið til hvort hann verði rispulaus :D

Þessir rispufríu skjáir eru ekki gefnir upp fyrir nema ákveðin styrkleika sem að er þó meiri en stál og svona en minni en sandur og grjót.
Svo að þú getur reynt að skera í síman þinn og það mun ekki virka (og já ég hef prófað það) en það getur komist sandur í vasa og þ.a.s. nuddast við síman og þá rispast hann í mökk

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 00:52
af jonsig
Æfingin skapar meistarann . Nei þetta gorilla glass rispast eins og allt annað gler sé það í sama vasa og lyklarnir þínir .

kaupi mínar filmur í símabæ þarna í mjóddinni á 500kr minnir mig . Og það er 1/4 sem þær kosta í flestum síma okurbúllum landsins . Og þær endast í ca.1 ár

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 01:07
af Squinchy
IMO finnst mér filmur peninga plokk, vill frekar passa upp á símann með því að hafa hann alltaf einan í vasanum (mikilvægt að inverta líka vösum þegar buxur eru settar í þvott/ryksuga upp úr þeim) og fá að njóta hanns til fulls frekar en að vera sífellt á bremsunni með sjúklega rispaða filmu og risa hulstur bara svo að næsti maður sem kaupir hann af manni geti fengið að njóta símanns?, en það er bara ég

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 01:19
af kjartanbj
ógeðslega ljótt finnst mér líka vera með svona filmu, og einhvernvegin breytir eiginleikum skjásins, það er ekki rispa á mínum skjá og hann er margra mánaða gamall, og oft eitthvað annað sem slæðist með í vasann heldur en bara síminn

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 01:32
af jonsig
Eftir að ég skipti um ytri skjá á galaxy s2 hjá mér þá er ekki séns að ég hafi ekki filmu . Ég missti símann og EINI steinninn á götunni vidi svo skemmtilega til að vera með ODD ofaná sér og gata skjáinn ,Hefði síminn haft filmu þá hefði hann hugsanlega sloppið, það munaði ekki miklu að hann hefði lifað þetta af .

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 02:56
af jardel
Það allavegana hefur reynst mér illa að hafa símann einan og séran í gallabuxna vasa.
það koma svona örfinar rispur á hann.

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 07:27
af stefhauk
aldrei notað þessar filmur og þegar ég kauði mér síma er þetta það fyrsta sem ég ríf af honum, átti iphone 4 hann rispaðist en búinn að eiga S4 núna í að vera ár og ekki ein rispa á skjánum, síminn alltaf einn og sér í vasanum.

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 07:48
af audiophile
depill skrifaði:Ég á LG optimus g, búinn að eiga hann í ár. Fer ekki vel með hann, sé engar rispur á honum, allavega sem bögga mig. Mjóg ánægður með LGinn minn :)


Sama hér. Minn Optimus G er algjörlega rispulaus á skjánum eftir meira en ár.

Sandur er það sem rispar skjánna eða álíka hart efni. Málmurinn í lyklum og þannig er of mjúkur til að rispa Gorilla gler. Eða ætti að vera það allavega.

Re: Að setja skjáfilmu á snjallsíma??

Sent: Fim 20. Mar 2014 08:15
af viddi
jardel skrifaði:Mælið þið með einhverjum filmum sem eru betri en aðrar.


Hér eru bestu filmur sem þú getur fengið.
http://www.zagg.com/invisibleshield/lg-g2-cases-screen-protectors-covers-skins-shields