Síða 1 af 1
Snjallsímar
Sent: Sun 09. Mar 2014 14:29
af isr
Nú er komið að símakaupum,eru einhverjir hér sem eiga Lg g2 og geta deild skoðunum sínum,mér lýst einna best þann síma,svo reyndar nexusinn líka en það er bara 16 gb minni í honum finnst það of lítið.
Re: Snjallsímar
Sent: Sun 09. Mar 2014 16:01
af Legolas
Re: Snjallsímar
Sent: Sun 09. Mar 2014 17:23
af audiophile
Þekki nokkra sem eiga G2 og enginn þeirra hefur nokkurntímann sagt neitt neikvætt um hann. Frábær skjár, frábær rafhlöðuending og eins öflugur og þeir gerast. Nexus 5 sem er byggður á G2 er því miður með töluvert minni rafhlöðu og ekki næstum eins góða rafhlöðuendingu.
Re: Snjallsímar
Sent: Mán 10. Mar 2014 10:33
af Swooper
audiophile skrifaði:Þekki nokkra sem eiga G2 og enginn þeirra hefur nokkurntímann sagt neitt neikvætt um hann. Frábær skjár, frábær rafhlöðuending og eins öflugur og þeir gerast. Nexus 5 sem er byggður á G2 er því miður með töluvert minni rafhlöðu og ekki næstum eins góða rafhlöðuendingu.
Hvernig er ending á G2? Af því að minn Nexus 5 er að endast 2 daga auðveldlega.
Re: Snjallsímar
Sent: Fim 20. Mar 2014 03:36
af jardel
Mæli eindregið með lg g2
Hann hefur það fram yfir bæði iphone og s4 að hann er með fm útvarp. Þú þarft ekki að eyða 30 til 70 mb á klukkutima til að hlusta á útvarpið. Batterýið er frábært getur keyrt margt í símanum yfir daginn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af rafhlöðunni. Myndavélin er ótrúlega góð finnst mér.
Þetta er allt sem áður einstaklingsbundið.
Re: Snjallsímar
Sent: Fim 20. Mar 2014 07:53
af audiophile
Swooper skrifaði:audiophile skrifaði:Þekki nokkra sem eiga G2 og enginn þeirra hefur nokkurntímann sagt neitt neikvætt um hann. Frábær skjár, frábær rafhlöðuending og eins öflugur og þeir gerast. Nexus 5 sem er byggður á G2 er því miður með töluvert minni rafhlöðu og ekki næstum eins góða rafhlöðuendingu.
Hvernig er ending á G2? Af því að minn Nexus 5 er að endast 2 daga auðveldlega.
Betur. Nokkurnveginn sama hardware og G2 nema að G2 er með 3000mAh rafhlöðu en Nexus 5 einungis 2300mAh.
Re: Snjallsímar
Sent: Fim 20. Mar 2014 15:23
af Swooper
Rýmdin á rafhlöðunni segir ekki allt samt, það fer eftir restinni af vélbúnaðinum í símanum hefur áhrif á hversu hratt hleðslan fer.
Re: Snjallsímar
Sent: Fim 20. Mar 2014 22:48
af audiophile
Swooper skrifaði:Rýmdin á rafhlöðunni segir ekki allt samt, það fer eftir restinni af vélbúnaðinum í símanum hefur áhrif á hversu hratt hleðslan fer.
Það er sami vélbúnaður í þeim.
Re: Snjallsímar
Sent: Fim 20. Mar 2014 23:22
af ponzer
Vélbúnaðurinn segir ekki allt, Android og Android er ekki alltaf eins, það er eitthvað í Kitkatinu á N5 sem gerir það að verkum að batteríið endist mjög vel, 2 dagar easy í mid-to-high vinnslu og með allt í gangi (4G/Wifi og sync), kærasta mín á G2 og það er sáralítill munur á þeim gagnvart batteríi. Annars finnst mér G2inn vera mikið meiri sími með betra build quality, tala nú ekki um skjárinn á G2! Hann er rosalegur
Re: Snjallsímar
Sent: Fim 20. Mar 2014 23:38
af isr
Annars finnst mér G2inn vera mikið meiri sími með betra build quality, tala nú ekki um skjárinn á G2! Hann er rosalegur
G2 virðist vera góð græja,svo er það líka HTC one hann kemur vel út í allflestum umfjöllunum.