Síða 1 af 1

Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mán 03. Mar 2014 15:31
af zedro
Jæja ætla skella mér út til USA í Mars og hef verið að íhuga það að fá mér nýjan síma. Nexus S'inn kominn framyfir líftímann vegna
flóru af hinum og þessum vandamálum. Hef alltaf verið mikill nexus kall og fíla Vanilla android best. Hinsvegar setur það alveg strik
í reikninginn að símar eru hættir að vera með út skiptanlegri rafhlöðu. Er þetta það sem koma skal?

Hvaða android síma eru menn að fíla best þessa dagana? Einhver sími á svipuðu verðbili og Nexus 5.

Kv. Z

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mán 03. Mar 2014 15:43
af chaplin
Moto X?

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mán 03. Mar 2014 16:40
af Xovius
Búinn að vera með minn LG G2 í nokkra mánuði núna og er virkilega að fýla hann. Ekki hægt að skipta út batteríinu en það er mjög stórt og með því að hlaða hann á meðan ég sef lendi ég aldrei í því að hann verði rafmagnslaus. Skjárinn er stór og þægilegur, takkauppsetningin er ótrúlega þægileg þegar þú ert búinn að nota hann í nokkra daga og krafturinn sér til þess að allt runni smooth.

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mán 03. Mar 2014 16:59
af bigggan
Klassísku símarnir td Samsung og HTC, svo hefur þú Sony símar sem eru fínir i útiveru. Ekki viss en held þú getur bara skift batteri i Samsung símann af þessum. Ég er sjálfur mjög ánægur með Samsung Símarnir.

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mán 03. Mar 2014 18:26
af Swooper
Ég myndi segja þér að kaupa bara Nexus 5, en það þýðir víst ekkert að kaupa svoleiðis í BNA...

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mán 03. Mar 2014 18:36
af kazgalor
Ég hef átt Samsung S4 í nokkra mánuði og myndi ekki mæla með honum.

Hann virkar ágætlega, en fyrir 100.000 kall vill maður kannski meira en "ok" síma. Það sem fer mest í taugarnar á mér er hvað hann er mikið plast drasl. Það sér meira á 5 mánaða S4 en 3 ára iphone 4 sem ég átti á undan.

Mín 2 cent. :)

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Þri 04. Mar 2014 15:47
af zedro
Chaplin: Já Moto X er nettur. Ég er bara svo tregur við síma sem eru ekki með skiptanlegri rafhlöðu.
Fæ all svakalegat einnota fíling af þeim. Ekki það að fyrri síminn minn sé að endast eitthvað lengur þótt ég kaupi nýja rafhlöðu í hann.

kazgalor: Vesen er það, var að horfa til S4,

Xovius: Þarf að skoða G2 aðeins.

Nexus 5 og HTC, kíki á þá líka.

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Þri 04. Mar 2014 16:44
af chaplin
Ef þú ert að skoða síma í sama verðflokki og Nexus-inn þá held ég að Moto X sé eina vitið, þrátt fyrir að ekki sé hægt að skipta um rafhlöðu.

Annars er ég sjálfur að fara fá mér HTC One á næstu dögum.

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Þri 04. Mar 2014 17:40
af Tesy
chaplin skrifaði:Ef þú ert að skoða síma í sama verðflokki og Nexus-inn þá held ég að Moto X sé eina vitið, þrátt fyrir að ekki sé hægt að skipta um rafhlöðu.

Annars er ég sjálfur að fara fá mér HTC One á næstu dögum.


Myndi bíða aðeins þar HTC er að fara að kynna nýja flagship síma í lok mars

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Þri 04. Mar 2014 18:26
af Fumbler
Til að vera á verðbilinu við nexus 5 þá er HTC one gott val, ég er mjög ánægður með minn. Svo er náttúrulega Samsung Galaxy S5 að skríða í búðir en hann kostar líklega aðeins meira en nexus 5

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Þri 04. Mar 2014 20:05
af vesley
Fumbler skrifaði:Til að vera á verðbilinu við nexus 5 þá er HTC one gott val, ég er mjög ánægður með minn. Svo er náttúrulega Samsung Galaxy S5 að skríða í búðir en hann kostar líklega aðeins meira en nexus 5


Samsung galaxy S5 fær líka ekki beint fallega umfjöllun miðað við aðra síma sem eru á leiðinni.

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mið 05. Mar 2014 16:32
af Swooper
Zedro skrifaði:Nexus 5 og HTC, kíki á þá líka.

Ekki kaupa Nexus 5 í Bandaríkjunum, hann mun ekki virka hér.

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mið 05. Mar 2014 16:57
af oskar9
Ég var að skipta út mínum gamla LG Optimus l9, fínasti mid range sími en var ósáttur við myndavélina.

eftir að hafa skoðað bæði nexus 5 og LG G2 þá ákvað ég að skella mér á G2, hann er eins og nexusinn nema G2 er með stærri skjá og mun stærri rafhlöðu sem er algjört must þegar símar eru orðnir unibody, hann kemur þó ekki með Kit kat eins og nexus gerir beint úr kassanum.

er núna búinn að vera fikta í honum í allan dag og ég segi bara váááá !! þetta er geggjaður sími, hvernig skjárinn nær allveg útað köntunum er mjög flott og einnig er ég búinn að setja inn þessi helstu forrit og fikta og prufa allt saman og það er ótrúlegt hvað fer hægt útaf rafhlöðunni miðað við þennan vélbúnað og skjá, þegar ég tók hann upp fyrst þá lenti vísifingurinn á mér beint á tökkunum aftaná og vandist ég því strax og þykir algjör snilld að hafa þá á bakhliðinni, veltur þó á handastærð hvar vísifingurinn lendir á bakhliðinni.

LG-G2 fær mín meðmæli :happy

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mið 05. Mar 2014 17:00
af Tesy
oskar9 skrifaði:Ég var að skipta út mínum gamla LG Optimus l9, fínasti mid range sími en var ósáttur við myndavélina.

eftir að hafa skoðað bæði nexus 5 og LG G2 þá ákvað ég að skella mér á G2, hann er eins og nexusinn nema G2 er með stærri skjá og mun stærri rafhlöðu sem er algjört must þegar símar eru orðnir unibody, hann kemur þó ekki með Kit kat eins og nexus gerir beint úr kassanum.

er núna búinn að vera fikta í honum í allan dag og ég segi bara váááá !! þetta er geggjaður sími, hvernig skjárinn nær allveg útað köntunum er mjög flott og einnig er ég búinn að setja inn þessi helstu forrit og fikta og prufa allt saman og það er ótrúlegt hvað fer hægt útaf rafhlöðunni miðað við þennan vélbúnað og skjá, þegar ég tók hann upp fyrst þá lenti vísifingurinn á mér beint á tökkunum aftaná og vandist ég því strax og þykir algjör snilld að hafa þá á bakhliðinni, veltur þó á handastærð hvar vísifingurinn lendir á bakhliðinni.

LG-G2 fær mín meðmæli :happy


Vá, mig langar bara að kaupa G2 eftir að hafa lesið þetta comment. Þú ert svo sannarlega góður sölumaður þó að þú ert ekki að reyna að selja :)
Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki ennþá búinn að kaupa hann er útaf því að mér finnst LG UI svo ógeðslega ljótt..

Re: Hvaða Android sími (Mars '14)

Sent: Mið 05. Mar 2014 17:01
af starionturbo
Blessaður.

Ég er akkúrat í sömu hugleiðingum og fylgdist mjög vel með MWC2014 og get alveg sagt þér það helsta.

Sony Xperia Z2 var klárlega mest umtalaður, bæði performance, build quality og hönnun.

Samsung Galaxy S5 er basicly S4 með pulse sensor og fingerprint sensor.

Ég er búinn að sjá the all new htc one (M8), sem lítur nánast eins út og gamli - og myndavélin er spectacular...

Motorola kemur með nýja útgáfu af Moto X von bráðar.

Annars myndi eg skoða engadget vel :) good luck