Fartölva á undir 200.000?
Sent: Lau 01. Mar 2014 00:31
af Xovius
Er að leita af góðri alhliða leikja/vinnufartölvu fyrir félaga minn. Hann er með budget uppá 200þús en vill helst sleppa með heldur minna ef hægt er.
Ég er ekkert alltof mikið inní þessu fartölvustússi sjálfur svo ég var að vona að þið gætuð komið með einhverjar uppástungur. Þetta þarf að geta runnað nýlega leiki og endast svoldið.
Hverju stingið þið uppá?
Re: Fartölva á undir 200.000?
Sent: Lau 01. Mar 2014 00:34
af I-JohnMatrix-I
viewtopic.php?f=11&t=59459lang bestu kaupin myndi ég segja. Í raun ótrúlegt að þessi vél skuli ekki vera seld enþá.
Re: Fartölva á undir 200.000?
Sent: Lau 01. Mar 2014 01:19
af gullielli
Re: Fartölva á undir 200.000?
Sent: Lau 01. Mar 2014 12:14
af audiophile
I-JohnMatrix-I skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=59459
lang bestu kaupin myndi ég segja. Í raun ótrúlegt að þessi vél skuli ekki vera seld enþá.
Sammála.
Re: Fartölva á undir 200.000?
Sent: Lau 01. Mar 2014 16:20
af yamms
Ég skil ekki alveg allar þessa "gaming fartölvu" lógík...
Fartölvur eiga að vera, að mínu mati litlar, léttar 13-14" tölvur sem skila sínu og vel það. Gott batterý, minni, ssd og góðan skjá. Það er alveg ótrúlegt hve fáar fartölvur eru orginal með SSD disk.
Auðvelt að ferðast með, kemst í allar töskur og vigtar ekki neitt nánast.
Svo má alltaf eiga PC tölvu heimavið, að spila leiki í fartölvu kemst aldrei nálægt því að spila leiki í PC vél, að mínu mati.
Myndi reyna að skoða thinkpad, dell, lenovo.
kv.