Síða 1 af 1

Samsung Galaxy Note 10.1 2014 - NEED MORE SPEED!

Sent: Fös 21. Feb 2014 12:04
af zazou
Ég varð fyrir því óláni að kaupa svona spjaldtölvu um daginn og get fátt gott um hana sagt.

Þetta er nýjasta græjan og hreint ótrúlegt að árið 2014 sé dýrari vélbúnaður löturhægur.

Eru einhverjar leiðir fyrir utan að root-a (sem ég vil ekki) til að gera þetta hraðvirkara?
Get ég slökkt á einhverju eða hent út öppum sem eru að sjúga orku? Það er lítil hjálp í Task Managernum þar.

Helsta ástæða kaupanna var penninn. Gríðarlega þægilegur og notadrjúgur og því miður bara frá Samsúng. Þegar ég reyni svo að spila Pluralsight vídjó þá höktir draslið (skiptir engu hvort það sé á Wifi eða offline) ](*,)
Keyrir fínt á Sony Xperia Z1 og þolanlega á Nexus 7 2013.