Síða 1 af 1

CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:02
af SIKk
Nú er ég búinn að vera að kynna mér þetta aðeins, og langar að vita hvort einhver ykkar hafi reynslu af þessu..

Er sniðugt að henda þessu í símann minn? og ef svo er/eða ekki.. hvaða rök eru á bakvið það?

Takk takk :)

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:17
af gullielli
Fínt að vita hvernig síma þú ert með ;p

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:18
af dori
Ég notaði þetta á gamla Galaxy S (i9000) símanum mínum og fílaði þetta í drasl. Þetta var mun nær stock android en samsung dæmið sem mér fannst jákvætt. Ég fékk nýja uppfærslu þó svo að samsung væru hættir að búa til ný build fyrir símann og hann varð mun hraðari fyrir vikið.

Svo henti þetta út öllu "Samsung Apps" dótinu sem var líka fínt að losna við svo það væri ekki fyrir mér.

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:26
af gullielli
En ég var einmitt að skoða þetta CM og finna eitthvað stable rom fyrir GT-S5830i (galaxy ace) vinnusímann minn.. - ég fann ekki neitt nógu stöðugt fyrir daily usage..

mikilvægt að þú lesir þér vel til um reynslu annara á símanum þínum og CM/custom roms..

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:46
af dori
gullielli skrifaði:En ég var einmitt að skoða þetta CM og finna eitthvað stable rom fyrir GT-S5830i (galaxy ace) vinnusímann minn.. - ég fann ekki neitt nógu stöðugt fyrir daily usage..

mikilvægt að þú lesir þér vel til um reynslu annara á símanum þínum og CM/custom roms..

Prófaðirðu það eða voru aðrir bara með svo slæma reynslu að þú lagðir ekki einu sinni í það? Bara pæling þar sem kærastan á svona síma sem er alveg horror líka með standard rom (sem er auðvitað frosið við eitthvað eldgamalt Android).

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:51
af gullielli
ég lagði ekki í að prófa þar sem annað hvort virkaði ekki allt (eins og 3g/data eða cameran) eða ekki nógu stable og þar fram eftir götunum - sum mods voru stöðug en þá virkaði ekki eitt og annað sem ég þarf á að halda

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:58
af Swooper
Ég mæli eindregið með því. Notaði það á SGS2-inum mínum og var mjög sáttur, og var búinn að setja það upp á Nexus 5-inn bara nokkrum klukkutímum eftir að ég fékk hann. Er bara að bíða eftir að það komi útgáfa fyrir Asus Transformer Pad-inn minn svo ég geti sett CM á hann líka!

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 11:07
af einarhr
Er að nota CM 10.1.3 á Galaxy S2 símanum mínum og er mjög ánægður með það. Prófaði nýrri útgáfu en mæli endregið með að nota Stable útgáfur til að lossna við sem flesta bögga.

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 11:40
af wicket
Cyanogen alla leið, hef alltaf sett CM upp á öll mín tæki ef það hefur verið til nokkuð stable.

Þessi stock upplifun sem þeir færa er mér að skapi en það á auðvitað ekkert alltaf við.

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Þri 18. Feb 2014 11:56
af Hrotti
henti þessu á GS4 og hann varð allt annar að losna við samsung viðbjóðinn.

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Lau 15. Mar 2014 18:40
af cure
var að spá í að skella þessu í minn s2 https://download.cyanogenmod.org/?device=i9100 ætti ég ekki að taka stable skránna ??
og getur einhver bent mér á góðar leiðbeiningar, síminn minn er ekki rootaður..

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Lau 15. Mar 2014 19:17
af intenz
Ég setti upp CM 11 Milestone4 á S3 um daginn og myndavélin og Bluetooth var brotið. Mæli ekki með CM.

Er með OmniROM og er ágætlega sáttur. MUN betra heldur en þetta CM drasl.

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Sun 16. Mar 2014 03:37
af Saber
Ég er að runna CM 11 á Xperia SPinum mínum og er mikið að pæla í því að "downgrade-a" í moddað Sony distro frekar. Allskyns "quirks" sem bögga mann í CM, sem dæmi er myndavélarforritið ógeðslega basic og myndavélatakkinn á símanum virkar ekki.

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Sun 16. Mar 2014 11:14
af Victordp
Er einhver með idiot proof guide til að gera svona :D
Er með GS3 i9305

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Sent: Sun 16. Mar 2014 13:55
af Dagur
Ég er með stable útgáfuna af CM á S3 og er bara þokkalega sáttur. Kíktu bara fyrst á known issues.

Eina vandamálið sem ég er að lenda í er að third party myndavélaöpp eru ekki að virka og ég fíla ekki það sem fylgir með CM.