Ég á iPad mini 16gb sem mig langar til þess að nota í skólann. Notkunin felur í sér að glósa og svara verkefnum.
Eru einhverjir hér sem nota iPad mini í svona ?
Ef svo er þá langar mig að spyrja nokkrar spurningar:
1. Er hægt að fá Office pakkann í iPad mini ?
- -* Ef ekki, hvaða forriti mælirðu þá með til að taka glósur ?
- -* Hvernig er að vinna með glósur og verkefni í því forriti sem þú notar ?
- -* Er forritið þannig að það geti opnað Office skjöl og unnið með þau án þess að þau verði afskræmd þegar ég opna þau í Office?
- -* Hvernig lyklaborð? Innbygt í hulstrið sem iPadinn er í eða full size bluetooth mac lyklaborð ?
- -* Ef innbygt lyklaborð í hulstri, hvernig er að skrifa á það ? Hvernig er plássið ?
3. Ef ekkert lyklaborð, ertu þá með hraðritunar app ?
- -* Ef svo er, hvaða app ?
Aukaspurning:
Er ekki á nokkurn hátt hægt að láta iPadinn hlaðast á meðan maður er að nota hann ?