Custom ROM uppsetning á Android síma
Sent: Sun 19. Jan 2014 21:22
Jæja, Sony Xperia Play síminn hefur nánast gefist upp svo það er kominn tími á uppfærslu. Ég keypti nýjan Sony Xperia SP (C5303) af notanda hér á Vaktinni fyrir stuttu og planið var að setja upp custom ROM á hann. Ég ákvað að henda saman í þráð öllu ferlinu sem maður þarf að ganga í gegnum, fyrir þá sem eru að pæla í þessu en hafa ekki stökkið í djúpu laugina ennþá. Þessi þráður verður einbeittur að Xperia SP símanum, en ætti að gefa öllum hinum hugmynd um hvernig ferlið er.
Jæja, allar græjur full hlaðnar, afrit komið af öllum gögnum á SD kortinu, USB snúra í símann á svæðinu og kaffibollinn á kantinum, svo brettum upp ermarnar og byrjum á þessu...
Skref 1 - Preppa tölvuna og símann
Fyrst þarf að ná í ADB USB driver fyrir símann í tölvuna. Leiðbeiningar fyrir það og lista yfir drivera frá framleiðendum má finna hér. Sony voru ekki með Xperia SP ADB driver á síðunni sinni, svo ég þurfti að ná í PC Companion hugbúnaðinn þeirra til þess að installa drivernum.
Næst þarf að tryggja að kveikt sé á "USB debugging" og "Allow unknown sources" í stillingunum á símanum. Svo er bara að stinga símanum í samband við tölvuna og setja upp driverinn.
Skref 2 - Root-a símann
Næst er að roota. Hægt er að finna leiðbeiningar út um allt á netinu fyrir hvern síma/firmware fyrir sig. Þar sem að ég er á original 12.0.A.1.257 firmware, þá notaði ég þessar leiðbeiningar. Eitt sem ég rakst á en stóð ekki í leiðbeiningunum, "USB connectivity mode" þarf að vera stillt á "Mass storage mode" til þess að toolkit-ið virki.
Skref 3 - Taka afrit af TA partition-inu
Sony símarnir innihalda svokallað TA partition, sem inniheldur alla DRM lykla fyrir proprietary Sony dótið, eins og Bravia vélina og það. Pointless dót að mínu mati, en það borgar sig að taka afrit af þessu ef maður skyldi vilja koma símanum í upprunalegt form einhverntíman. Þetta partition er unique á hverjum síma, svo það er ekki einfaldlega hægt að sækja þetta á netinu. Ef fólk tekur ekki afrit af þessu áður en það aflæsir bootloader-num, þá er þetta horfið að eilífu. Ég fylgdi þessum leiðbeiningum.
Skref 4 - Aflæsa bootloader-num
Til þess að geta sett upp custom ROM þarf bootloader-inn að vera aflæstur. Ég fylgdi þessum leiðbeiningum. Eitt sem var minnst á í þræðinum, það borgar sig að vera á USB 2.0 tengi, en ekki á 3.0. Ég þurfti að installa Flashmode og Fastboot driver-um sem fylgja Flashtool til þess að fá símann til að virka í Fastboot.
Skref 5 - Setja upp ClockworkMod Recovery
CWM (ClockworkMod) er notað til þess að taka backup og setja upp custom ROM. Ég fylgdi þessum leiðbeiningum. Það fyrsta sem ég gerði var að taka backup af original dótinu og koma því inn á tölvuna. Þetta skref er ekki nauðsynlegt í öllum tilfellum, því þetta kemur nánast alltaf með kernel-unum sem fylgja custom ROM-unum. Ég ákvað bara að læra þetta og nýta þetta til þess að taka backup af símanum.
Skref 6 - Setja upp custom ROM
Ég ákvað á endanum bara að setja upp CyanogenMod 11, fyrst ég hafði aldrei prófað það áður. CM 11 er byggt á Android 4.4 (KitKat). Ég fylgdi þessum leiðbeiningum. Eitt sem ber að hafa í huga, það þarf að uppfæra kernel-inn í gegnum fastboot áður en ROMið er installað.
Síminn er up-n-running. Ég gef report eftir að hafa notað hann í smá tíma. Fyrir allar nánari upplýsingar, þá mæli ég með spjallborðinu á xda-developers.com og ef menn eru með Sony síma, þá er allt sem DooMLoRD lætur frá sér alger skyldulesning.
Jæja, allar græjur full hlaðnar, afrit komið af öllum gögnum á SD kortinu, USB snúra í símann á svæðinu og kaffibollinn á kantinum, svo brettum upp ermarnar og byrjum á þessu...
Skref 1 - Preppa tölvuna og símann
Fyrst þarf að ná í ADB USB driver fyrir símann í tölvuna. Leiðbeiningar fyrir það og lista yfir drivera frá framleiðendum má finna hér. Sony voru ekki með Xperia SP ADB driver á síðunni sinni, svo ég þurfti að ná í PC Companion hugbúnaðinn þeirra til þess að installa drivernum.
Næst þarf að tryggja að kveikt sé á "USB debugging" og "Allow unknown sources" í stillingunum á símanum. Svo er bara að stinga símanum í samband við tölvuna og setja upp driverinn.
Skref 2 - Root-a símann
Næst er að roota. Hægt er að finna leiðbeiningar út um allt á netinu fyrir hvern síma/firmware fyrir sig. Þar sem að ég er á original 12.0.A.1.257 firmware, þá notaði ég þessar leiðbeiningar. Eitt sem ég rakst á en stóð ekki í leiðbeiningunum, "USB connectivity mode" þarf að vera stillt á "Mass storage mode" til þess að toolkit-ið virki.
Skref 3 - Taka afrit af TA partition-inu
Sony símarnir innihalda svokallað TA partition, sem inniheldur alla DRM lykla fyrir proprietary Sony dótið, eins og Bravia vélina og það. Pointless dót að mínu mati, en það borgar sig að taka afrit af þessu ef maður skyldi vilja koma símanum í upprunalegt form einhverntíman. Þetta partition er unique á hverjum síma, svo það er ekki einfaldlega hægt að sækja þetta á netinu. Ef fólk tekur ekki afrit af þessu áður en það aflæsir bootloader-num, þá er þetta horfið að eilífu. Ég fylgdi þessum leiðbeiningum.
Skref 4 - Aflæsa bootloader-num
Til þess að geta sett upp custom ROM þarf bootloader-inn að vera aflæstur. Ég fylgdi þessum leiðbeiningum. Eitt sem var minnst á í þræðinum, það borgar sig að vera á USB 2.0 tengi, en ekki á 3.0. Ég þurfti að installa Flashmode og Fastboot driver-um sem fylgja Flashtool til þess að fá símann til að virka í Fastboot.
Skref 5 - Setja upp ClockworkMod Recovery
CWM (ClockworkMod) er notað til þess að taka backup og setja upp custom ROM. Ég fylgdi þessum leiðbeiningum. Það fyrsta sem ég gerði var að taka backup af original dótinu og koma því inn á tölvuna. Þetta skref er ekki nauðsynlegt í öllum tilfellum, því þetta kemur nánast alltaf með kernel-unum sem fylgja custom ROM-unum. Ég ákvað bara að læra þetta og nýta þetta til þess að taka backup af símanum.
Skref 6 - Setja upp custom ROM
Ég ákvað á endanum bara að setja upp CyanogenMod 11, fyrst ég hafði aldrei prófað það áður. CM 11 er byggt á Android 4.4 (KitKat). Ég fylgdi þessum leiðbeiningum. Eitt sem ber að hafa í huga, það þarf að uppfæra kernel-inn í gegnum fastboot áður en ROMið er installað.
Síminn er up-n-running. Ég gef report eftir að hafa notað hann í smá tíma. Fyrir allar nánari upplýsingar, þá mæli ég með spjallborðinu á xda-developers.com og ef menn eru með Sony síma, þá er allt sem DooMLoRD lætur frá sér alger skyldulesning.