Síða 1 af 1

Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fim 16. Jan 2014 14:24
af Jason21
Sælir/sælar

Veit einhver hvar ég get látið gera við brotinn skjá á Lg Nexus 4?

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fim 16. Jan 2014 16:47
af ZoRzEr
http://www.sonn.is/

Redduðu mínum Nexus 4 á fjórum dögum og verðmiðinn var um 33.000.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fim 16. Jan 2014 17:07
af GuðjónR
33 þúsund??? WTF!
Það dó skjár hjá mér á iPad2, isiminn.is græjaði nýjan skjá fyrir mig á 18k mvsk, og ég fékk tvo miða á Thor2 í kaupbæti.
Toppþjónusta hjá þeim.
33k fyrir gler í síma er NUTS!

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fim 16. Jan 2014 17:27
af ZoRzEr
GuðjónR skrifaði:33 þúsund??? WTF!
Það dó skjár hjá mér á iPad2, isiminn.is græjaði nýjan skjá fyrir mig á 18k mvsk, og ég fékk tvo miða á Thor2 í kaupbæti.
Toppþjónusta hjá þeim.
33k fyrir gler í síma er NUTS!


Þetta var eitthvað með að skjárinn og panelinn er sama unitið. Þýðir að það þurfi að skipta um glerið og skjáinn, það er í raun sama stykkið. Náði því allavega þegar gæjinn talaði um þetta. Annars greiddi vinnan fyrir skemmdina í mínu tilfelli.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fim 16. Jan 2014 20:43
af audiophile
Þetta er frekar eðlilegt verð fyrir skjáskipti á betri snjallsímum á þjónustuverkstæði.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fim 16. Jan 2014 20:54
af Tesy
Eins og margir hafa sagt hérna að það er ekkert skrítið þó að það myndi kosta svona mikið að laga símann. Mér finnst samt persónulega ekki vera þess virði að laga síma sem kostar um 50þ þegar kostnaðurinn er 33þ.. Ég myndi án djóks frekar kaupa mér nýjan síma.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fim 16. Jan 2014 22:34
af jonsig
GuðjónR skrifaði:33 þúsund??? WTF!
Það dó skjár hjá mér á iPad2, isiminn.is græjaði nýjan skjá fyrir mig á 18k mvsk, og ég fékk tvo miða á Thor2 í kaupbæti.
Toppþjónusta hjá þeim.
33k fyrir gler í síma er NUTS!


Glerið , oftar en ekki gorilla glass er í dag oftast fusað saman við led borðan í dag. Í den fór stundum bara glerið og þá var viðgerðin mun ódýrari þar sem það þurfti ekki að skipta um allt skjá unit´ið ef eitthvað klikkaði.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fös 17. Jan 2014 09:39
af audiophile
Í flestum tilfellum, eins og t.d. á Samsung símum, er skipt um allan frontinn.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fös 17. Jan 2014 09:44
af GuðjónR
Já kannski er þetta eðlilegt verð ef það er skjár+gler+vinna.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fös 17. Jan 2014 10:04
af KermitTheFrog
GuðjónR skrifaði:33 þúsund??? WTF!
Það dó skjár hjá mér á iPad2, isiminn.is græjaði nýjan skjá fyrir mig á 18k mvsk, og ég fékk tvo miða á Thor2 í kaupbæti.
Toppþjónusta hjá þeim.
33k fyrir gler í síma er NUTS!


Isiminn er oft með svo dubius lag verð að ég er farinn að efast um að þeir séu að selja einhverja legit varahluti.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fös 17. Jan 2014 23:50
af Jason21
Fór og gáðu af þessu á verkstæðinu í Elko, þeir vildu 34. þús fyrir, var búin að gá hvað skjár kostar á ebay, Þetta er undir 50 pundum.
Er ekki að fara borga 34 þúsund til að gera við brotin skjá, algjört rán!

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Fös 17. Jan 2014 23:55
af jonsig
Málið er að þú þarft að brjóta gamla skjáinn af , og kroppa restina af led borðanum af og hreinsa límið sem er undir . En það versta er að líma nýja skjáinn á því mistök þar verða ekki endurtekin. Amk ætti fólk að kannast við það sem hefur límt skjáfilmu á símann sinn.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Lau 18. Jan 2014 01:05
af Sydney
jonsig skrifaði:Málið er að þú þarft að brjóta gamla skjáinn af , og kroppa restina af led borðanum af og hreinsa límið sem er undir . En það versta er að líma nýja skjáinn á því mistök þar verða ekki endurtekin. Amk ætti fólk að kannast við það sem hefur límt skjáfilmu á símann sinn.

Kemur ekki skjárinn og touch panelinn samsettur? Ættir ekkert að þurfa að líma, bara smella :)

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Lau 18. Jan 2014 09:40
af audiophile
Jason21 skrifaði:Fór og gáðu af þessu á verkstæðinu í Elko, þeir vildu 34. þús fyrir, var búin að gá hvað skjár kostar á ebay, Þetta er undir 50 pundum.
Er ekki að fara borga 34 þúsund til að gera við brotin skjá, algjört rán!


Elko er ekki með verkstæði. Þeir eru með þjónustu þar sem skipt er um skjái á Samsung S3, S4 og Note2 fyrir 24.000kr. (Hægt að skipta líka um S2 og S2+)

Ef þú hefur fengið gefið upp 34.000kr er það miðað við að sími sé sendur til þjónustuaðila þess síma sem þú ert með.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Lau 18. Jan 2014 14:10
af jonsig
Í gamladaga var ledborðinn aftast síðan komu klunnalegir smáspennuborðar við jaðarinn sem hluti að snerti detection unitinu og síðast kom einhverskonar plastrammi fyrir daga gorilla glass/dragontail . Þá var hægt að skipta bara um glerið/plastið með smá fyrirhöfn og done deal .

Nú er gorilla glassið .8mm þykkt og þá eru menn farnir að fusa þessar einingar bara saman. Og í tilviki galaxy s2 (tæplega 3ára) þá er einingin límd á með einhverju mega glue .

Það er hægt að ná ytra glerinu af og líma nýtt á í flestum tilvikum en það er 10x auðveldara að klúðra því en að kaupa bara alla eininguna nýja .

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Lau 18. Jan 2014 16:03
af ZiRiuS
Ég kaupi flesta mína varahluti á eBay, reyni að hafa þá original hluti (sem eru þ.a.l. aðeins dýrari) og finn svo bara leiðbeiningar á Youtube (þessi er t.d. meistari með fullt af viðgerðarvideoum: http://www.youtube.com/user/LE55ONS) og set þetta saman sjálfur, ótrúlega lítið mál og hef ekki lent í neinu veseni.

Ég keypti Galaxy SII síma hérna á vaktinni fyrir tæpu ári á 15þús með brotinn skjá. Fann Touch Screen Digitizer á eBay á 10þús með sendingarkostnaði og gerði símann eins og nýjann.

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Lau 18. Jan 2014 16:27
af jonsig
já þessvegna er ég með SGS2 ennþá . Þetta eru frábærir og áreiðanlegir símar og varapartarnir eru farnir að vera á kúk og kanil . Replacement skjár fyrir þá kostaði 25k í fyrra og greinilegt að verðin eru að droppa .

Er samt að pæla kaupa mér SG5 þegar hann kemur út , sem er ekki langt .

Re: Brotinn skjár á Nexus 4

Sent: Mán 20. Jan 2014 12:11
af zombrero
Ég braut minn nexus 4 skjá um daginn. Pantaði af netinu fyrir svoan 10 þús kall. Vesen að ná gamla skjánum af (erfiðara því brotnari sem hann er) annars frekar basic aðgerð.