Síða 1 af 1
spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 13:03
af kaktus
fyrir nokkru keypti ég tvær spjaldtölvur fyrir ormana mína 2. og 3. ára ,þar sem ég veit hvursu miklir böðlar þetta eru keypti ég bara það ódýrasta sem ég fann og viti menn ég er búinn að fara í gegnum cirka tíu stykki á rúmu ári!!
krakkarnir elska tölvurnar sínar og mega helst ekki án þeirra vera plús að þær hjálpa öðru barninu mikið með málþroska.
svo nú vantar mig ykkar ráðleggingar.
mig vantar sem sagt snögga tölvu sem ekki brotnar við minnsta högg en er nógu ódýr til að valda ekki þjóðarsorg ef hún er eyðilögð, svona 30þ stykkið eða minna.
hún þarf að hafa gott wifi þar sem youtube er í miklu uppáhaldi hjá litlu skrímslunum og helst aðgengi að sæmilegu úrvali af öppum.
so far það sem ég hef prufað eru nextbook hjá tölvulistanum krakkarnir brjóta þær næstum daglega. og svo ein kurio sem ég keypti í sweden hún entist mun lengur (4-5 mánuði) en var frekar hæg og leiðinleg.
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 13:20
af upg8
http://tolvutek.is/vara/point-of-view-mobii-721-7-spjaldtolva-med-heyrnatolum-og-hogghlif-blattÞú færð ekkert gott og högghelt í þessum verðflokki. Börnin mega vel við því að tölvan sé hæg og þau hafa bara gott af því. Allt er gott í hófi.
Spjaldtölvur gera börn heldur ekki að tölvusnillingum, þvert á móti. Eftir spjaldtölvuvæðinguna í heiminum þá eru börn og ungligar verr læs á tækni og tölvubúnað heldur en fyrri kynslóðir, þó þau þekki öll svölustu öppin...
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 13:24
af GuðjónR
10 spjaldtölvur á einu ári? holy macro! spurning um að gefa þeim LEGO DUPLO ?
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 13:52
af upg8
Það er líka hægt að fá Panasonic Toughpad eða en þær kosta meira heldur en flestar aðrar spjaltölvur þar sem þær eru hannaðar fyrir erfiðar aðstæður.
http://www.panasonic.com/business/toughbook/tablet-computers.asp
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 13:58
af Bjosep
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 14:03
af kthordarson
Yngri vargarnir á mínu heimili eru ágætlega sátt við ódýru MOBI frá tölvudek. Eldri helmingurinn kýs frekar apple eða öflugri android tæki.
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 14:18
af HalistaX
Minnir að 7tommu Samsung Galaxy Tab 2 sé á einhvern 30 þúsund kall í Elko. Mæli með allri SGT2 línunni en efast þó um að þær séu eitthvað höggheldari en aðrar vélar.
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 14:19
af KermitTheFrog
Ef krakkinn gerir sér ekki grein fyrir því að þetta eru verðmæti en ekki leikfang þá ætti hann kannski ekki að fá að fara í gegnum 10 stk á ári.
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 14:45
af Vaski
hvað með að leyfa honum að ala sín börn eins og hann vill, hann var ekki að biðja um uppeldisráð,
en ot, er ekki einhver nabi málið?
http://www.nabitablet.com/
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 14:52
af Bjosep
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 16:10
af Viktor
Ég veit að það skilar yfirleitt engu nema sárindum þegar maður setur út á uppeldi fólks, en ertu að grínast? Spjaldtölvur fyrir tveggja og þriggja ára börn? Afhverju gefurðu þeim ekki eitthvað sem er hannað fyrir börn, sem skemmist ekki? Kubbar? Dúkkur? Lego? Knex? Playmo?
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 17:02
af kaktus
málið er að ormarnir eru brjálaðir í allt tölvutengt svo ódýr spjaldtalva er betra en að finna rándýra símann í rúst eða eina af tölvunum mínum í klessu eftir að einhver hefur dansað á lyklaborðinu og breytt öllum stillingum að ég tali ekki um tugþúsunda símareikning eftir að einn ormurinn slökkti á wifi-inu á símanum og fór svo á download fyllerý.
ég er að tala um 2 og 3 ára krakka sem aflæsa öll tæki á heimilinu og sörfa netið eins og höfrungur í gegnum sjó.
ég hef séð þau gera hluti í tölvunum sem ég gæti varla fiktað mig í gegnum.
í sambandi við uppeldisráð sumra hneykslaðra ......... ég ætla að sleppa því að svara þeim þar sem það myndi bara leiða til skítkasts.
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 17:05
af kaktus
við erum að tala um krakka sem vakna um miðja nótt kveikja á sjónvarpinu og leigja sér mynd á vod-inu.
sem breyta screen save á tölvum.
skipta um tungumál síma.
hakka sig inn á læsta fartölvu (hef enn ekki hugmynd um hvernig).
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 17:17
af Daz
Sallarólegur skrifaði:Ég veit að það skilar yfirleitt engu nema sárindum þegar maður setur út á uppeldi fólks, en ertu að grínast? Spjaldtölvur fyrir tveggja og þriggja ára börn? Afhverju gefurðu þeim ekki eitthvað sem er hannað fyrir börn, sem skemmist ekki? Kubbar? Dúkkur? Lego? Knex? Playmo?
Ég veit ekki hvort það var viljandi hjá þér, en Lego, Knex og Playmo eru ekki hentugt dót fyrir 2 ára.
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 17:28
af Viktor
Daz skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Ég veit að það skilar yfirleitt engu nema sárindum þegar maður setur út á uppeldi fólks, en ertu að grínast? Spjaldtölvur fyrir tveggja og þriggja ára börn? Afhverju gefurðu þeim ekki eitthvað sem er hannað fyrir börn, sem skemmist ekki? Kubbar? Dúkkur? Lego? Knex? Playmo?
Ég veit ekki hvort það var viljandi hjá þér, en Lego, Knex og Playmo eru ekki hentugt dót fyrir 2 ára.
Reyndar
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 17:45
af kaktus
hann hefði alveg eins getað talað um hesta kjamma og bláskeljar...... :þ
Re: spjaldtölvur fyrir krakka
Sent: Sun 05. Jan 2014 19:31
af biturk
Spurning um að halda börnunum í skefjum held og kenna þeim að umgangast þær, færð ekkert tæki í þessuþ verðflokki sem þolir meðferð hjá svona ungum guttum, trúðu mér ég veitt, ég er með einn svona 4 ára heima