Síða 1 af 2

Kaup á fartölvu í U.S.A

Sent: Þri 05. Okt 2004 11:10
af goldfinger
systir min er að fara til U.S.A þann 15. okt og verður þar í 10 daga og ég var að hugsa hvort að það væri ekki gáfulegt og nota tækifærið og láta hana kaupa 1. stk fyrir mig, og ef það á eftir að koma eitthvað uppá þá er það svo sem ekki mikið vandamál því að hún á eftir að fara aftur í upphafi næsta árs í jan og svo mars. Hún á líka vinkonu þarna úti og hún kemur oft til landsins svo ef eitthvað bilar þá ætti að vera hægt að redda því.

En hinsvegar var ég að spá hvort ég gæti ekki sparað mér slatta pening á að láta hana kaupa þarna úti :P

mér finnst allavega ekki um 99.700kr. mikið fyrir þessa: http://resellerratings.dealtime.com/xPF ... GB_DVR_XPP bara svona sem dæmi :wink:

http://resellerratings.dealtime.com/xPF ... 0_Notebook þessi er á 110þús.

http://resellerratings.dealtime.com/xPF ... 0_21287461 þessi er á 104þúsund sirka.

En annars endilega koma með hugmyndir. 100-120þúsund íslenskar..

Dolarinn er um 71.46

Hérna er góð leitarsíða http://resellerratings.dealtime.com/xPP-PC_Laptops

_________________________________

Þegar það stendur bara IDE en ekki hraðinn á hdd hvað er hann þá hraður ? :roll:

Sent: Þri 05. Okt 2004 17:43
af goldfinger
já og þarf hún að borga einhvern toll eða eitthvað þegar hún kemur til landsins eða einhvern skatt af fartölvunni ? :roll:

Sent: Þri 05. Okt 2004 18:14
af Emizter
Sko ég mæli með að þú kaupir þér tölvu á http://www.dell.com þeir eru með ofur díla á tölvum ef maður kaupir í gegnum netið, auk þess ertu að fá geggjað merki á mjöög góðu verði...... þú gætir lennt í að borga tolla og eitthvað.. samt mjög ólíklegt ef hún bara láti eins og þetta sé tölvan hennar sem hún ferðast alltaf með :)

Sent: Þri 05. Okt 2004 18:45
af goldfinger
Emizter skrifaði:Sko ég mæli með að þú kaupir þér tölvu á http://www.dell.com þeir eru með ofur díla á tölvum ef maður kaupir í gegnum netið, auk þess ertu að fá geggjað merki á mjöög góðu verði...... þú gætir lennt í að borga tolla og eitthvað.. samt mjög ólíklegt ef hún bara láti eins og þetta sé tölvan hennar sem hún ferðast alltaf með :)


Er eitthvað öruggt að það heppnist, en mamma tekur það varla til mála að sleppa þvi að borga eitthvað ef það á að gera það, þessvegna vildi ég bara vera viss um hve há sú upphæð (eða %) ef fartölvan sleppur ekki i gegn.

Sent: Þri 05. Okt 2004 18:51
af gumol
24,5% í vsk

Svo þarftu nátturlega að borga sekt ef þú ert böstaður við að reyna að smigla þessu.

Sent: Þri 05. Okt 2004 18:58
af goldfinger
gumol skrifaði:24,5% í vsk

Svo þarftu nátturlega að borga sekt ef þú ert böstaður við að reyna að smigla þessu.


einmitt það sem ég var hræddur um að gerast, en er ekki ákveðin upphæð sem hún má koma með inn i landið, var það ekki eitthvað 43þúsund ?

og ef hún kæmi með fartölvu fyrir 100þús þá borgaði hun vaskinn af 100-43 = 57þúsund sem hún borgaði vask ofan á ?

Eða þyrfti hún að borga 24,5% á andvirði tölvunar, en ég var að lesa á http://www.tollur.is , má reyndar vera að ég hafi miskilið þetta eitthvað en er hægt að sækja um undanþágu til tollstjorans til að fá að sleppa við að borga toll af vöru ?

Sent: Þri 05. Okt 2004 20:21
af einarsig
ég labbaði bara í gegnum tollinn með mína þegar ég kom frá usa, eins getur þú keypt ónýttan lappa og látið hana skrá hann á sig þegar hún fer úr landi, hent svo þeirri tölvu og komið með nýju og þegar/ef tollararnir spurja útí hana þá segist hún hafa farið með hana. :?

Sent: Þri 05. Okt 2004 20:25
af goldfinger
varstu bara með hana i fartölvutösku ?

Sent: Þri 05. Okt 2004 20:28
af axyne
síðast þegar ég fór út, þá tók ég fartölvuna mína með. ég reyndar hafði hana ekki í handfarangri, Vafði hennar innan í sængina mína sem ég tók einnig með mér. + hún var í tösku.
eingin vandamál.

Sent: Þri 05. Okt 2004 20:34
af goldfinger
er það ekki þannig að tollurinn stoppar þá sem virðast vera svona grunsamlegir... lita ut fyrir að vera að flyta eitthvað ólöglegt inn (eins og fikniefni sem dæmi) eða eitthvað... hmm :roll:

Sent: Þri 05. Okt 2004 20:48
af einarsig
jamm keypti tösku úti og límdi íslenska stafi á lyklaborðið ;)

Sent: Þri 05. Okt 2004 20:56
af gumol
Það er tekin VSK af heildarverði vörunnar, ekki bara þessum 57.000 kalli. En svo er nátturlega hægt að láta líta út eins og þetta sé ekki ný vara.

Sent: Þri 05. Okt 2004 23:40
af Emizter
gumol... þú ert bara að hræða hann :D það eru mjög litlar líkur að eitthvað svona gerist sko.... eins og einarsig sagði þá er góð hugmynd að vera búinn að setja ísl stafi á lyklaborðið... og svo ekkert ósniðugt að vera búinn að setja eikka drasl inn á tölvuna þannig að það líti út fyrir að maður hafi notað hana eikka... og svo náttla bara vera með þetta í fartölvu tösku :D

Sent: Mið 06. Okt 2004 08:37
af goldfinger
hvar getur maður keypt islenska stafi ?

Sent: Mið 06. Okt 2004 09:17
af so
Getur fengið límmiða með ísl stöfum í mörgum ritfangaverslunum. Konan keypti svona límmiða á sína fartölvu sem var keypt í USA fyrir tveimur árum og þeir eru fínir þrátt fyrir mikla notkun.

Sent: Mið 06. Okt 2004 10:02
af Stutturdreki
Fór erlendis með lappann minn í sumar og í tollinum á leiðinni út spurði ég tollarana hvort ég þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir og var sagt að ef það væri íslenskt lykklaborð á vélinni þyrfti ég ekki að hafa neinar áhyggjur.

Svo á heimleiðinni var töskunni bara rúllað í gegnum gegnumlýsinguna eins og öðrum handfarangri og ekkert spurt.

Þannig að ef lappinn er ekki áberandi nýr, með íslenskum stöfum og/eða tollararnir nenna ekki að bugga þig þá gætirðu kannski sloppið.

Sent: Mið 06. Okt 2004 13:06
af einarsig
ég einmitt tók bara copy af my documents og nokkra leiki á geisladiskum með mér og henti inn á vélina

Sent: Mið 06. Okt 2004 15:27
af goldfinger
svo ég ætti kannski að kaupa islenska stafi og svo tekur systir min með það með sér til USA og svo þegar hún fær tölvuna þá lima stafina á og láta hana setja upp tölvuna og svona og segja henni að nota hana á meðan hún er úti :P Kaupa svo einhverja fartölvutösku og skella gripnum i hana þegar hún kemur aftur til baka...

Held að ég skelli mér á þessa: http://resellerratings.dealtime.com/xPF ... 0_Notebook :P 113.000kr. rumlega ef hún sleppur með hana i gegn :lol:

Í versta falli mun þetta kosta í kringum 140þús (ef hún mun þurfa að borga vaskinn og eitthvað annað gjald) en það er allt í lagi, ennþá 100þús króna sparnaður þott það þurfi að borga 140þús. :roll:

Sent: Mið 06. Okt 2004 15:29
af Andri Fannar
nice, vinur minn var að fá sér svona vél á 240k í Tölvulistanum [-X

Sent: Mið 06. Okt 2004 15:31
af gnarr
113.000kr ef þú sleppur.. en ef þú sleppur ekki, þá er það 140.000kr með vask og svo bætis líklega við einhver sekt.. og þú getur fengið þessa tölvu á 149.900 hérna heima.

Sent: Mið 06. Okt 2004 15:36
af goldfinger
gnarr skrifaði:113.000kr ef þú sleppur.. en ef þú sleppur ekki, þá er það 140.000kr með vask og svo bætis líklega við einhver sekt.. og þú getur fengið þessa tölvu á 149.900 hérna heima.


149.000kr, ekki alveg... ef þú ert að tala um þessa sem var með 40.000kr. afslætti þá heitir sú það sama en ekki sama týpan af nx7010

Sú tölva var t.d. aðeins með 256mb vinnsluminni, 1,5ghz örgjörva og 40gb harðadisk...

Sent: Mið 06. Okt 2004 16:40
af einarsig
ef þú ert að spá í spila leiki á vélinni myndi ég mæla með að spá skjákort með 128mb korti t.d ati 9700 .

Sent: Mið 06. Okt 2004 16:58
af goldfinger
einarsig skrifaði:ef þú ert að spá í spila leiki á vélinni myndi ég mæla með að spá skjákort með 128mb korti t.d ati 9700 .


nei það er ekki planað að spila leikina á henni, fyrir utan Manager leiki (Cm/fm) og þetta skjákort á nx7010 vélinni dugar :8)

Sent: Mið 06. Okt 2004 17:42
af Emizter
gnarr skrifaði:113.000kr ef þú sleppur.. en ef þú sleppur ekki, þá er það 140.000kr með vask og svo bætis líklega við einhver sekt.. og þú getur fengið þessa tölvu á 149.900 hérna heima.

Einhverjar reglur um að stjórnendur verði að vera á "móti" innfluttningi á vörum sem fara fram hjá tollinum? :)

Sent: Mið 06. Okt 2004 17:55
af goldfinger
nei held ekki... hann er bara ekki að tala um sömu týpu og ég :wink: